Fleiri fréttir

Sjerpi reynir við Everest í 22. skiptið

Kami Rita á metið yfir flestar ferðir á tind Everest með tveimur öðrum sjerpum. Hann getur skráð sig í sögubækurnar ef leiðangurinn sem hefst á morgun gengur að óskum.

Þjóðarsorg í Palestínu

Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin.

Malala snéri heim

Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai heimsótti heimabæ sinn í Pakistan í fyrsta sinn síðan hún varð fyrir árás talíbana árið 2012.

Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta

Forstjóri Facebook segist ósammála umdeildu minnisblaði eins varaforseta fyrirtækisins. Þar var því haldið fram að tilgangurinn helgaði meðalið. Vafasamir viðskiptahættir væru í lagi svo lengi sem þeir stuðluðu að vexti Facebook.

Sneri aftur eftir hjartaaðgerð

Líðan tortímandans Arnolds Schwarzenegger var í gær sögð stöðug eftir að hann var drifinn í opna hjartaaðgerð seint á skírdag. Var þá skipt um slöngu í hjartaloku en slíkri slöngu var fyrst komið fyrir í hinum austurrísk-bandaríska Schwarzen­egger árið 1997.

Erdogan vill ekkert með Frakka hafa

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gagnrýndi í gær harðlega tillögu Frakka um milligöngu í friðarviðræðum á milli Tyrkja og SDF, hersveita Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Egyptar loka enn einum fréttavefnum

Yfirvöld í Egyptalandi lokuðu á fréttavefinn al-Manassa í gær eftir að miðillinn hafði fjallað um meint brot á kosningalögum sem eiga að hafa átt sér stað í forsetakosningum vikunnar.

Mátti segja að heimabærinn væri illa lyktandi

Forráðamönnum smábæjarins Sibley í Iowa-ríki Bandaríkjanna hefur verið meinað að lögsækja einn af íbúum bæjarins sem hélt því fram á netinu að bærinn væri afar illa lyktandi

Skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglu

Niðurstaða krufningar hefur leitt í ljós að Stephon Clark hafi verið skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu. Clark var óvopnaður.

Schwarzenegger í neyðaraðgerð á hjarta

Framkvæma þurfti neyðaraðgerð á hjarta bandaríska leikarans og stjórnmálamannsins Arnold Schwarzenegger, eftir að vandræði komu upp í lokuskiptaaðgerð.

Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta

Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök.

Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn

Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil.

Sjá næstu 50 fréttir