Fleiri fréttir

Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið

Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum.

Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins

Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn.

Hópur stuðningsmanna Trumps reisir landamæramúr

Hópur stuðningsmanna Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa hafið að reisa fyrsta hluta múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reistur hefur verið með einkaframtaki.

Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak

Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi.

Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu

Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru.

Katalónarnir náðu kjöri en óvissa ríkir um framhaldið

Katalónskir sjálfstæðissinnar geta ef til vill ekki tekið sæti á Evrópuþinginu þótt þeir hafi náð kjöri. Einn er í gæsluvarðhaldi, ákærður fyrir uppreisn, en tveir til viðbótar eru í útlegð vegna sama máls. Ráðandi flokkar fen

Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis

Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins.

Brexit-flokkurinn sigur­vegari Evrópu­þings­kosninga í Bret­landi

Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða.

Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu

Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni.

Ósátt við fána ESB við ráðhús í Frederiksberg

Forseti Folketinget, þjóðþings Dana, gagnrýndi í gær að fáni Evrópusambandsins væri dreginn að húni við ráðhúsið í Fred­eriksberg þar sem var kjörstaður fyrir kosningar til Evrópuþingsins.

Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar

Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum.

Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn

Lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals átti að mæta fyrir dóm á þriðjudag samhliða lyfjarisanum Johnson & Johnson, en þau eru sökuð um að hafa vísvitandi gefið ópíóða faraldrinum svokallaða byr undir báða vængi. Teva hefur hins vegar samþykkt að borga 10,5 milljarða íslenskra króna til sáttargerðar í dómsmáli sem Oklahoma ríki höfðaði gegn því vegna hlutdeildar þess í ópíóða faraldrinum sem herjar nú á Bandaríkin.

Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu.

Kröfðust réttlætis vegna blóðbaðsins á Tiananmen torgi

Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur Hong Kong í dag til að minnast atburðana á Tiananmen torgi í Beijing í Kína fyrir þrjátíu árum þegar stjórnvöld brutu mótmæli námsmanna á bak aftur sem endaði með miklu blóðbaði.

Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu

Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna.

Íran mun verjast öllu ofstopi Bandaríkjanna

Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir.

Sjá næstu 50 fréttir