Fleiri fréttir

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum

Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum

Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi.

Vaknaði með spúandi hver í garðinum

Íbúi í nýsjálenska bænum Rotorua vaknaði aðfaranótt miðvikudags við dynki og ókyrrð – og gerði strax ráð fyrir að jarðskjálfti stæði yfir.

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.

Helmingur íbúa vill úr landi

Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic.

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Játaði morðið á Lübcke

Karlmaður, þekktur sem Stephan E., hefur játað að hafa myrt þýska stjórnmálamanninn Walter Lübcke fyrir utan heimili Lübcke í byrjun mánaðarins.

Kanslarinn nötraði aftur í Berlín

Angela Merkel kanslari Þýskalands fékk skjálftakast á viðburði í Berlín í morgun. Þetta er í annað skipti á átta dögum sem Merkel sést skjálfa eins og hrísla við opinber störf.

Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump

New York Times hefur rætt við tvær konur sem E. Jean Carroll trúði fyrir frásögn af kynferðislegri árás sem hún segist hafa orðið fyrir að hálfu Bandaríkjaforseta um miðjan 10. áratuginn.

Tugir fórust í átökunum

Tugir létust í átökum í Amhara-héraði Eþíópíu um síðustu helgi er uppreisnarmenn reyndu að steypa héraðsstjórninni af stóli.

Hitametin falla á meginlandinu

Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna.

Fór á fund drottningar

Hin nýja danska stjórn hefur birt átján blaðsíðna stjórnarsáttmála þar sem loftslagsmálin vega einna þyngst.

Sprenging í Vínarborg

Nokkrar hæðir féllu saman en ljósmyndir af vettvangi hafa farið hátt á samfélagsmiðlum.

Útiloka íkveikju

Saksóknarar í París segja að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.

Ameríski draumurinn sem drukknaði í Río Grande

Mynd af feðginum frá El Salvador sem drukknuðu við að reyna að komast til Bandaríkjanna hefur vakið athygli á hættunni sem fólk frá Rómönsku Ameríku leggur sig í við leit að betra lífi.

Ekkert táragas til Hong Kong

Stjórnvöld á Bretlandi ákváðu í gær að banna sölu á öllum verkfærum sem óeirðalögreglumenn nota, til að mynda táragasi, til Hong Kong. Sömuleiðis var kallað eftir rannsókn á átökum lögreglu og mótmælenda í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu.

Lula verður ekki sleppt á næstunni

Áfrýjun fyrrverandi forsetans á spillingardómi er á borði hæstaréttar Brasilíu en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en í ágúst. Kröfu um að hann yrði látinn laus þangað til var hafnað.

Kynntu áætlun fyrir Palestínu

Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels.

Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd

Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta.

Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti

Forseti Írans segir Bandaríkjaforseta stríða við þroskahömlun eftir tilkynningu um nýjar þvinganir. Sá bandaríski segir yfirlýsinguna móðgandi og segir að hverri árás á bandarískt skotmark verði svarað af fullum krafti, í sumum tilfellum af gjöreyðingarmætti.

Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna

John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.

Sjá næstu 50 fréttir