Fleiri fréttir

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.

Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu

Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum.

Faraldur á íranska þinginu

23 þingmenn í Íran hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn. Þetta sagði aðstoðarforseti þingsins í dag og tilkynntu yfirvöld landsins einnig að minnst 77 hafa dáið.

Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“

Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag en þá er gengið að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar.

Netanyahu lýsir yfir sigri

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem haldnar voru í gær.

Kínverjar komnir í gegnum það versta

Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar.

Enginn bilbugur á Bloomberg

Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning

Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á.

Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum

Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands.

Loka Louvre-safninu vegna ótta við kórónuveirusmit

Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi

Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn.

Sjá næstu 50 fréttir