Fleiri fréttir

Hervæðing bandarísku lögreglunnar

Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi.

Kórónuveiran víða enn í sókn

Þótt faraldurinn virðist nú í rénun í Evrópu heldur kórónuveiran áfram að dreifast víðs vegar um heiminn. Heildarfjöldi tilfella nálgast átta milljónir og fjögur hundruð þúsund hafa látist.

Loka hluta Peking vegna nýrra smita

Kínversk yfirvöld hafa lokað ellefu íbúahverfum í höfuðborginni Peking vegna nýrrar smitbylgju í borginni sem rakin er til matarmarkaðar í nágrenninu.

Brasilía tekur fram úr Bretlandi í Covid-dauðsföllum

Tæplega 42.000 manns hafa nú látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Brasilíu sem fór þannig fram úr Bretlandi í fjölda dauðsfalla vegna Covid-19. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist í faraldrinum til þessa.

Cleese segir BBC „bleyður“ að taka „Hótel Tindastól“ úr sýningu

Ákvörðun breska ríkisútvarpsins BBC um að taka þátt úr þáttaröðinni „Hótel Tindastóli“ úr sýningu er „huglaus, duglaus og fyrirlitlleg“, að mati Johns Cleese, gamanleikarans sem fór með aðalhlutverkið í þáttunum. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs sem ein persónan hefur uppi.

Ekkja Li Wenliang eignast son

Fu Xuejie, ekkja kínverska læknisins Li Wenliang, sem fyrstur benti á faraldur kórónuveirunnar, hefur fætt son.

Heita því að byggja upp öflugri her

Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna.

Líkbrennslur í Nýju Delí hafa ekki undan

Þeim sem smitast af Covid-19 fer nú hratt fjölgandi í höfuðborg Indlands. Staðan þar hefur versnað til muna og hafa líkbrennslur ekki undan og geta ekki brennt líkin nógu hratt.

Svara Trump fullum hálsi

Yfirvöld í Washington-ríki í Bandaríkjunum svara nú Donald Trump Bandaríkjaforseta fullum hálsi en forsetinn hefur gagnrýnt ríkistjórann og borgarstjóra Seattle-borgar harðlega, fyrir að ganga ekki harðar fram gegn mótmælendum í borginni.

Hætta framleiðslu vinsælla lögregluþátta

Framleiðslu á bandarískum sjónvarpsþáttum þar sem fylgst var með störfum lögreglu hefur verið hætt eftir að upp komst um að framleiðendur eyddu myndefni sem sýndi lögregluþjóna drepa svartan karlmann.

Æðsti herforingi Bandaríkjanna iðrast kirkjugöngunnar með Trump

Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna segist hafa gert mistök með því að fylgja Donald Trump forseta að St. John‘s-kirkjunni í Washington-borg þar sem Trump lét taka af sér myndir með Biblíu. Með því hafi herinn blandast inn í innanlandsstjórnmál.

Vilja halda hreina loftinu og sporna gegn bílanotkun

Kannanir úr 21 borg í sex Evrópuríkjum sýna þó hjól atvinnulífsins séu farin að snúast aftur vilji íbúar takmarka bílaumferð og koma í veg fyrir að hún nái sömu hæðum og áður.

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Bandaríkin auka umsvif sín á Grænlandi

Bandarísk stjórnvöld hafa opnað ræðismannsskrifstofu sína í Nuuk á Grænlandi á nýjan leik. Hún var áður starfrækt á árunum 1940 til 1953.

Meira en tvær milljónir tilfella í Bandaríkjunum

Meira en tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum hafa fleiri tilfelli veirunnar verið staðfest.

Eyðing Amasonfrumskógarins jókst um þriðjung í fyrra

Um tíu þúsund ferkílómetrar Amasonfrumskógarins voru ruddir í Brasilíu í fyrra, um 34% meira en árið áður. Umhverfissamtök og vísindamenn segja að stefnu Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, sé um að kenna en hann hafi gefið ólöglegu skógarhöggi, búgarðseigendum og bröskurum lausan tauminn.

Skjótari viðbrögð hefðu getað fækkað dauðsföllum um helming

Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki.

Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía

Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986.

Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð

Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð.

Sjá sig sem fanga í Trump-lestinni

Kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins telja sig vera fanga í Trump-lestinni og þeir geti ekki hoppað frá borði án þess að missa stöður þeirra á þingi og innan flokksins.

Systir Kim skipar sér stærri sess

Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana.

Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann

Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi.

WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera

Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir