Fleiri fréttir

Bannon neitaði sök

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta hefur lýst yfir sakleysi sínu eftir að hafa verið handtekinn um borð í snekkju í dag, grunaður um fjárdrátt.

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af.

„Stíflan mun drepa okkur“

Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt.

Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa

Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum.

Virðist í upp­sveiflu víðs vegar um Evrópu

Kórónuveirufaraldurinn virðist nú í uppsveiflu víðs vegar um Evrópu og í mörgum löndum álfunnar voru staðfest smit í gær fleiri en þau hafa verið um mánaðaskeið.

Eldhafið í Kaliforníu ógnar þúsundum heimila

Gróðureldar í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum ógna þúsundum heimila. Erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að nálgast þá vegna landslagsins, sem er bratt og þakið giljum.

Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum.

Krefjast þess að forseti Malí verði látinn laus

Ríkisstjórn Frakklands hefur krafist þess að valdaræningjar í Afríkuríkinu Malí sleppi forsetanum Ibrahim Boubacar Keita tafarlaust úr haldi en malíski herinn framdi valdarán í gær, þriðjudag.

Dýragarði Joe Exotic lokað

Sögusviði Netflix-þáttanna Tiger King, dýragarðurinn Greater Wynnewood Exotic Animal Park, hefur verið lokað.

Neyðarástand í Kaliforníu

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda.

Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana.

Biden formlega útnefndur af Demókrataflokknum

Joe Biden var í nótt formlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer aðallega fram í gegnum netið.

Forseti Malí segir af sér í haldi hersins

Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí, hefur sagt af sér og leyst upp þing landsins. Það gerði hann samkvæmt ríkismiðli landsins og eftir að hann hafði verið handsamaður af hermönnum.

Sakar stjórnar­and­stöðuna um valda­ráns­til­raun

Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar.

Trump gagn­rýndur fyrir að ætla að náða Susan B Ant­hony

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt.

Einn fundinn sekur um morðið á Hariri

Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005.

Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri

Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans.

Finnur fyrir ein­kennum og fer í sýna­töku

Forsætisráðherra Finnlands segist nú finna fyrir fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og muni sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir.

Fjár­mála­ráð­herra Kanada hættir

Bill Morneau, fjármálaráðherra Kanada, hefur tilkynnt um afsögn sína í kjölfar fregna um deilur hans og Justin Trudeau forsætisráðherra um fjárútlát kanadíska ríkisins til verndar efnahag landsins.

Sjá næstu 50 fréttir