Fleiri fréttir

Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum

Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum.

Fjöldi látinna heldur á­fram að hækka

Björgunarlið heldur áfram að leita í rústum átta bygginga í tyrknesku hafnarborgarinnar Izmir eftir skjálftans öfluga sem reið yfir á föstudaginn. 79 eru nú látnir vegna skjálftans í Tyrklandi.

Stærstu hneykslismál Trump

Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki.

Minnst sjö látin á Filippseyjum

Minnst sjö eru látin og fleiri slösuð eftir fellibylinn Goni sem gengur yfir Filippseyjar. Meðal hinna látnu er fimm ára barn.

Allir í skimun í Slóvakíu

Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag.

Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag.

Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði

Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga.

Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana

Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist.

Boris boðar til blaðamannafundar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðað til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem líklegt þykir að hann boði hertari aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins

Fjögur þúsund leita í rústum í Izmir

Minnst 27 eru látnir eftir sterkan jarðskjálfta í Eyjahafinu í gær. Skjálftinn var af stærðinni 7 samkvæmt mælingum og olli miklu tjóni í tyrknesku borginni Izmir.

Johnson sagður íhuga útgöngubann

Forsætisráðherra Breta er sagður íhuga mánaðarlangt útgöngubann í Englandi í þeirri von að geta slakað á aðgerðum fyrir jólahátíðina.

Minnst 19 látin eftir skjálftann

Að minnsta kosti 19 eru látin og yfir sjö hundruð slösuð eftir jarðskjálfta nærri vesturströnd Tyrklands í dag.

Annar met­dagur í Dan­mörku

Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins.

Bandaríkin - Kosningar handan við hornið

Það styttist óðfluga í kosningar í Bandaríkjunum og enn sem komið er mælast Joe Biden og Demókratar í betri stöðu en Donald Trump og Repúblikanar.

Maður hand­tekinn í tengslum við á­rásina í Nice

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir