Fleiri fréttir

„Þið eruð ekki ein“

Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“

Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi

Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember.

Sprenging í Nashville talin vera viljaverk

Mikil sprenging varð í borginni Nashville í Tennessee-ríki í gærmorgun þegar húsbíll sprakk fyrir utan byggingu í eigu fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Þrír slösuðust í sprengingunni, en fólk á svæðinu hafði verið varað við og beðið um að yfirgefa svæðið.

Gömul blogg­færsla kom upp um „leyni­legt vitni“ sem reyndist vera stuðnings­maður Trump

Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir.

Fimm daga björgunar­að­gerðir á Suður­skauts­landinu

Áströlskum manni sem þurfti læknisaðstoð í könnunarleiðangri hefur verið bjargað af Suðurskautslandinu eftir fimm daga björgunaraðgerðir. Skip, þyrlur og flugvélar tóku þátt í björgunaraðgerðum sem var samstarf þriggja þjóða.

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag

Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Fyrst í bólu­setningu til að halda sér í fram­línunni

Gjörgæsluhjúkrunarfræðingurinn María Irene Ramirez var fyrsta manneskjan í Rómönsku-Ameríku til að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni. Bólusetningar eru farnar af stað í Mexíkó, Chile og Kosta Ríka og stefnt er að því bólusetja fyrstu einstaklinga í Argentínu á næstu dögum.

Þau kvöddu á árinu 2020

Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther.

Þurfa í sýna­töku fyrir brott­för til Banda­ríkjanna

Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur.

Milljónir skammta af bóluefni sitja ónotaðir í Bandaríkjunum

Afar ólíklegt er að það takist að bólusetja þær tuttugu milljónir manna sem stefnt var að í Bandaríkjunum á fyrsta mánuði bólusetningar. Búið er að dreifa um tíu milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech annars vegar og Moderna hins vegar til sjúkrahúsa og ríkja í Bandaríkjunum.

Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst

Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum.

Aftur leggur Trump stein í götu þingsins

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta.

Jólasveinninn í bullandi vandræðum yfir Bandaríkjunum

Óhætt er að segja að jólasveinninn hafi lent í vandræðum yfir Sacramento-borg í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna á dögunum. Slökkviliðsmenn þurftu að koma honnum til bjargar eftir að hann flaug á rafmagnslínur.

Norðmaður vann 4,5 milljarða

Það er óhætt að segja að jólin verði sérstaklega ánægjuleg í ár hjá stálheppnum Norðmanni sem vann 4,5 milljarða í Víkingalottóinu í kvöld.

Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu

Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum.

Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist

Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra.

Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007.

Skipar fyrir um fegurð opin­berra bygginga

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur skrifað undir forsetatilskipun sem kveður á um að opinberar byggingar á alríkisstigi, sem byggðar verða í framtíðinni, verði að vera „fallegar.“ Þá verði þær helst að vera byggðar í klassískum rómverskum eða grískum stíl, eða öðrum sambærilegum stíl.

Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið

Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt.

Covid-19 gæti minnkað lífslíkur Bandaríkjamanna um þrjú ár

Ef Covid-19 er tekið með í reikninginn munu lífslíkur Bandaríkjamanna minnka um þrjú ár. Sjúkdómurinn, sem er afleiðing SARS-CoV-19 veirusmits, verður að öllum líkindum í þriðja sæti yfir helstu dánarorsakirnar vestanhafs árið 2020.

Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum

Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní.

Trump sagður reiður út í allt og alla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði.

Fílsunga bjargað með hjartahnoði eftir mótorhjólaslys

Sjúkraflutningamaðurinn Mana Srivate hefur gert fjölda endurlífgunartilrauna á 26 ára ferli sínum í starfi í Taílandi. Nú á sunnudaginn gerði hann það þó í fyrsta sinn á fílsunga og bjargaði hann lífi dýrsins.

Olíu­borun Norð­manna stangast ekki á við stjórnar­skrá

Norska ríkið braut ekki gegn stjórnarskrá landsins þegar heimilað var að ráðast í olíuborun á norðurslóðum. Hæstiréttur Noregs kvað í morgun upp sinn dóm í málinu sem umhverfisverndarsinnar hafa kallað „dómsmál aldarinnar“.

Ósannsöglum flugmanni kennt um fyrsta innanlandssmit Taívan í 253 daga

Yfirvöld í Taívan tilkynntu í dag að fyrsta innanlandssmit Covid-19 frá í apríl hefði greinst í landinu. Þetta var tilkynnt í morgun og var flugmanni frá Nýja-Sjálandi kennt um að binda enda á 253 daga tímabil landsins þar sem enginn hafði greinst smitaður innanlands.

Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn

Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu.

Fyrstu smitin í álfunni frá upp­hafi far­aldursins

Suðurskautslandið getur ekki lengur státað af því að vera eina heimsálfan sem hefur verið laus við kórónuveiruna. 36 menn frá Chile, sem staðsettir eru á Suðurskautslandinu, greindust með kórónuveiruna í gær.

Fjórir á­kærðir vegna eldanna á Fraser­eyju

Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa kveikt elda sem urðu til þess að gríðarlegir gróðureldar blossuðu upp á Fraserayju, austur af meginlandi Ástralíu, í haust. Eyjuna er að finna á heimsminjaskrá UNESCO.

Ráð­gjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvu­á­rás

Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á.

Biden fékk bóluefnið í beinni

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. Bólusetningin fór fram í beinni útsendingu í von um að það sýni Bandaríkjamönnum að bólusetningarnar gegn Covid-19 séu almennt öruggar.

Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans

Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur.

Sjá næstu 50 fréttir