Fleiri fréttir

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan

Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.

Líkti heiminum við Bond bundinn við dóms­dags­tæki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það.

Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi.

Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína

Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt.

Fimm milljónir í valnum vegna Covid

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína.

Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar

Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol.

Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum

Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

Lestir skullu saman á Eng­landi

Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist.

COP26 sett í Glas­gow: „Okkar síðasta og besta von“

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun.

G20 stefna að kol­efnis­hlut­leysi „um miðja þessa öld eða fyrr“

Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun.

Baldwin rýfur þögnina um ­skotið sem banaði Halynu Hutchins

Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi.

Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga

Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð.

Hvað er COP26?

Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu.

Heimila bólu­setningu ungra barna í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku.

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.

Vopnavörðurinn veit ekki hvernig kúlan komst á tökustað

Voðaskotið sem banaði Halynu Hutchins á setti kvikmyndarinnar Rust hefur varpað ljósi á það að sparnaður við kvikmyndaframleiðslu getur ógnað heilsu starfsfólks. Verið sé skera niður við framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta og það skapi hættu á tökustöðum. Vopnavörður myndarinnar segist ekki vita hvernig hefðbundin byssukúla rataði á tökustað.

Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað

Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu.

Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir

Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma.

Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum

Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna.

Sjá næstu 50 fréttir