Fleiri fréttir

Mér finnst í fyrsta lagi mjög gaman að fara í Herjólf

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var sáttur í leikslok í Safamýrinni í kvöld. Lið hans vann þar fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna, á móti ÍBV. Lokatölur 28-18.

Þór Akur­eyri og Fjölnir byrja sumarið á sigrum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Kórdrengjum, Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti Vogum og þá gerðu Afturelding og Grindavík 1-1 jafntefli.

Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna

FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs.

Ís­lendinga­lið Bayern heldur í vonina

Bayern München heldur í vonina um að landa þýska meistaratitlinum í fótbolta en Íslendingaliðið vann 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Bayern.

Inter á toppinn eftir magnaða endur­komu

Ítalíumeistarar Inter lentu 0-2 undir gegn Empoli á heimavelli í kvöld en unnu á endanum 4-2 sigur sem þýðir að liðið er tímabundið komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Aron Þórður í KR

Aron Þórður Albertsson er genginn í raðir KR eftir að hafa spilað með Fram undanfarin ár. Aron Þórður er 25 ára gamall miðjumaður og semur við KR til þriggja ára. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

FH-ingar staðfesta komu Petry

Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er snúinn aftur í íslenska boltann og mun spila með FH-ingum í sumar.

Magnaður Mourin­ho þegar kemur að Evrópu­keppnum

José Mourinho er vissulega „sá sérstaki.“ Lærisveinar hans í Roma eru komnir í úrslit Sambandsdeildar Evrópu sem þýðir að José er eini þjálfari sögunnar til að koma fjórum mismunandi félögum í úrslitaleik Evrópukeppna.

Sjá næstu 50 fréttir