Fleiri fréttir

KR að­eins unnið fimm af síðustu tuttugu heima­leikjum

Leik KR og KA í Bestu deild karla í fótbolta lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að KR-ingar hafa aðeins unnið fimm af síðustu 20 heimaleikjum sínum í efstu deild. Sex leikjum hefur lyktað með jafntefli og níu hafa tapast.

Ver­stappen gagn­rýnir á­reiðan­leika Red­Bull

Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, hefur gagnrýnt áreiðanleika liðs síns, Red Bull, eftir tímatökuna fyrir Miami-kappaksturinn. Verstappen telur RedBull vera að skaða möguleika sína á að verja heimsmeistaratitilinn.

Ronaldo ræðir framtíðina á leynifundum með Sir Alex

Enskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski landsliðsframherjinn sitji að rökstólum í reykfylltum bakherbergjum með fyrrverandi knattspyrnustjóra sínum Sir Alex Ferguson þessa dagana og velti þeir félagar vöngum um framtíðina. 

Ferrari-menn fremstir á ráspól

Charles Leclerc verður á ráspól þegar keppt verður í Formúlu 1 í Miami á morgun en liðsfélagi hans hjá Ferrari, Carlos Sainz, mun leggja af stað í öðru sæti.

Gríðarleg spenna þegar Milwauke Bucks komst yfir

Giannis Antetokounmpo skoraði 42 stig þegar Milwauke Bucks komst 2-1 yfir í viðureign sinni við Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta karla í kvöld. 

Klopp: Erfitt að mæta úthvíldum Son og Kane

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vel ásættanlegt að gera jafntefli við ferskt lið Tottenham Hotspur en aftur á móti er hann ekki sáttur við úrslitin. 

„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka.

Stoðsending Birkis dugði skammt

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, lagði upp mark Adana Demirspor þegar liðið beið 2-1 ósigur í leik sínum á móti Alanyaspor í tyrknesku efstu deildinni í dag. 

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV

Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni.

Arnar: Maður á að vera þroskaðri en þetta

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli þegar hans menn gerðu markalaust jafntefli við KR á Meistaravöllum í kvöld. Hann hrósaði sínu liði eftir leikinn.

Rúnar: Eiginlega ósáttur að þeir hafi fengið rautt spjald

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, viðurkenndi að það hafi ekki hjálpað sínu liði neitt þegar KA-maðurinn Oleksii Bykov fékk rauða spjaldið í leiknum á Meistaravöllum í dag. KR-ingar sóttu stíft allan leikinn en KA-menn gáfu nánast engin færi á sér.

Viking Stavanger komst á toppinn með sigri

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking Stavanger þegar liðið lagði Molde að velli í norsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Tryggvi Snær með fínan leik í slæmu tapi

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, skoraði átta stig og tók þrjú fráköst þegar lið hans Zaragoza tapaði fyrir Baskonia í spænsku ACB-deildinni í dag. 

Lærisveinar Milosar náðu í þrjú stig

Malmö, sem leikur undir stjórn Milosar Milojevic, hafði betur með tveimur mörkum gegn engu þegar liðið mætti Mjällby í sjöundu umferð sænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag.

Grótta gjörsigraði Vestra

Grótta burstaði Vestra með fimm mörkum gegn engu þegar liðið fékk Vestra í heimsókn á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag.

Watford fallið úr ensku úrvalsdeildinni

Watford er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla en það varð ljóst eftir 1-0 tap liðsins gegn Crystal Palace þar sem Wilfried Zaha skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur

Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Sjá næstu 50 fréttir