Fleiri fréttir

Ekvador heldur HM sætinu en Síle gefst ekki upp

Knattspyrnusamband Síle neitar að leggja árar í bát og ætlar að áfrýja aftur þó svo að það hafi nú þegar tapað áfrýjun og búið sé að staðfesta að Ekvador haldi sæti sínu á HM sem fram fer í Katar eftir nokkra mánuði.

Dag­skráin í dag: Sex­tán beinar út­sendingar

Það má með sanni segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Bestu deild karla og kvenna í fótbolta, Olís deild karla og kvenna í handbolta, Serie A og golf á þessum fallega laugardegi.

Evrópu­ævin­týri Al­fons og fé­laga hófst gegn Val

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0.

Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins.

FH tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Tindastóll og FH, topplið Lengjudeildar kvenna í fótbolta gerðu 2-2 jafntefli i kvöld en bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári.

Ful­ham vann þó Mitro­vić hafi ekki skorað

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Nýliðar Fulham lögðu nýliða Nottingham Forest á útivelli á meðan Aston Villa vann Southampton á Villa Park.

Skytturnar byrja á stór­sigri

Arsenal og Brighton & Hove Albion mættust í fyrsta leik ensku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Skytturnar unnu 4-0 stórsigur og byrja tímabilið af krafti.

Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úr­slitum

Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit.

Sara Björk á toppinn á Ítalíu | Bayern byrjar ekki vel

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðri miðju meistaraliðs Juventus er liðið vann 1-0 sigur á Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í liði Bayern München sem tókst ekki að landa sigri gegn Eintracht Frankfurt.

Amanda og Emelía á skotskónum | Rosengård á toppinn

Íslendingaliðin Kristianstad og Rosengård unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru því áfram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir voru á skotskónum hjá Kristianstad.

Lið Bónda uppskar eins og það sáði

Sigurlið Dusty mætti með nýjan hóp til leiks gegn nýliðum Breiðabliks. StebbiC0C0 er aftur mættur til Dusty og er liðinu spáð efsta sætinu í deildinni á þessu tímabili.

Ofvirkur og félagar báru Viðstöðu ofurliði

Í öðrum leik gærkvöldsins mætti Ármann, með bræðurna Hyper og Ofvirkan innanborðs, Allee, Mozar7 og félögum í Viðstöðu. Ármann hafnaði í fjórða sæti á síðasta tímabili og er nú spáð því þriðja, en lið Viðstöðu tekur sæti Kórdrengja í deildinni og er spáð því sjöunda.

Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik.

Jesse Marsch dæmdur í bann og sektaður um eina og hálfa milljón

Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds United, verður ekki á hliðarlínunni í næsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Marsch var dæmdur í eins leiks bann fyrir hegðun sína í 5-2 tapi liðsins gegn Brentford þann 3. september síðastliðinn.

„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.

Aron Einar aftur í landsliðið

Aron Einar Gunnarsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í fótbolta fyrir næstu leiki liðsins sem fara fram síðar í þessum mánuði.

Liðið orðið klárt hjá KR-ingum

KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi.

Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu

Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu.

Baulað á Ha­kimi í Ísrael

Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki.

Sjá næstu 50 fréttir