Fleiri fréttir

Áfram halda vandræði Real á Spáni

Real Madrid heldur áfram að tapa stigum í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Villareal.

Loks getur de Gea hætt að væla

Ander Herrera fagnaði manna mest að Manchester United hafi náð að halda hreinu í gær því þá hættir David de Gea að væla.

United hleður batteríin í Dúbaí

Ole Gunnar Solskjær ætlar að skjótast með leikmenn sína í sólina í Dúbaí og hlaða rafhlöðurnar eftir jólahátíðirnar fyrir leikinn við Tottenham.

Guardiola veit hvað þarf að gera til að vinna Liverpool

Pep Guardiola segist vita hvað hans leikmenn þurfa að gera til þess að verða fyrsta liðið sem hefur betur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Manchester City mætir Liverpool í kvöld í leik sem sumir hafa sagt ráði úrslitum um hver verður Englandsmeistari.

Skagastúlka segir sína sögu: Ekki harka af þér höfuðhögg

Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, 25 ára gömul knattspyrnukona frá Akranesi, segir frá sinni erfiðu reynslu af því að fá höfuðhögg í leik og hún sér eftir þeirri ákvörðun sinni að hafa alltaf ætlað að reyna að harka af sér.

Gat aldrei verið bæði hommi og fótboltamaður

Brasilískur knattspyrnumaður var tilneyddur til að setja fótboltaskóna upp á hillu af því að hann vildi fá að vera hann sjálfur og fá að lifa sem samkynhneigður maður. Douglas Braga sagði BBC sögu sína.

Solskjær vill ekki hætta með Manchester United

Ole Gunnar Solskjær hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína sem knattspyrnustjóri Manchester United og það hefur ekki gerst hjá félaginu í 72 ár. Nú vill Norðmaðurinn fá tækifæri til að halda áfram með liðið eftir að lánsamningurinn rennur út í vor.

Liverpool getur sett átta fingur á titilinn í Manchester í kvöld

Liverpool sækir Manchester City heim í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í 21. umferð deildarinnar á Etihad-leikvanginum í kvöld. Liverpool nær níu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í þessum leik, en Manchester City þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda lífi í titilvörninni.

Mikilvægur sigur Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn er Burnley vann mikilvægan sigur á Huddersfield.

Chelsea mætir með auka öryggisverði á Wembley

Chelsea mun mæta með sína eigin öryggisverði á Wembley þegar Chelsea spilar við Tottenham í undanúrslitum enska deildarbikarsins. Öryggisverðirnir munu henda öllum út sem gerast seka um kynþáttaníð.

Özil ætlar ekki á lán

Mesut Özil ætlar ekki að fara á lán í janúar og mun hafna öllum tilboðum til þess að berjast fyrir sæti sínu hjá Arsenal.

Chelsea búið að festa kaup á Pulisic

Bandaríski sóknarmaðurinn Christian Pulisic er orðinn leikmaður Chelsea en enska liðið gekk frá kaupum á honum í dag. Pulisic mun þó klára tímabilið hjá Dortmund.

Sjá næstu 50 fréttir