Fleiri fréttir

Rikki missti sig er markmaður Brentford gerði skelfileg mistök

Ríkharð Óskar Guðnason, eða einfaldlega Rikki G, virtist vera hálf sofnaður yfir leik Hull City og Brentford í ensku B-deildinni í gær en hann vaknaði svoleiðis til lífsins er David Raya í marki Brentford gerðist sekur um skelfileg mistök.

Bjarki Már frábær í sigri Lemgo

Bjarki Már Elísson átti frábæran leik er Lemgo lagði Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 27-23. Hann var þó ekki eini Íslendingurinn í eldlínunni.

Fjórða jafntefli Arsenal í röð kom á Turf Moor

Gengi Arsenal er vægast sagt skelfilegt um þessar mundir en liðið gerði sitt fjórða jafntefli í röð er það mætti Burnley á Turf Moor í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og Arsenal því aðeins unnið tvo af síðustu 17 leikjum sínum.

Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp

Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0.

Berglind kom AC Milan á bragðið í mikilvægum sigri á Inter

Berglind Björg Þorvaldsdóttir heldur áfram að gera gott mót á Ítalíu en hún skoraði fyrra mark AC Milan sem lagði erkifjendur sína í Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 AC Milan í vil eftir að hafa lent undir.

Traore fór úr axlarlið í gær en lék áfram

Adama Traore, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, fór úr axlarlið í fyrri hálfleik gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Traore lék hins vegar allt fram á 76. mínútu leiksins.

Vildi Bruno Fernandes fara til Wolves eftir allt saman?

Bruno Fernandes gekk í raðir Manchester United á miðvikudaginn var og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Wolverhampton Wanderers. Hann var svo óvænt mættur í treyju Wolves að leik loknum.

ÍBV fær liðsstyrk

Pepsi Max deildarlið ÍBV hefur fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir komandi tímabil. Þetta var staðfest í gærkvöld.

Atla Eðvalds minnst fyrir leik Düsseldorf og Frankfurt í gær

Atla Eðvaldssonar, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta sem og landsliðsþjálfara, var minnst fyrir leik Fortuna Düsseldorf og Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Atli lék á árum áður með Düsseldorf og skoraði ógleymanlega fimmu í leik liðanna árið 1983.

Roma tapaði óvænt fyrir Sassulo

Roma tapaði óvænt fyrir Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sassulo vann leikinn 4-2 en Rómverjar voru einkar pirraðir frá upphafi til enda.

Markalaust hjá Manchester United og Wolves

Manchester United og Wolverhampton Wanderers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í síðasta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta fyrsti leikur Bruno Fernandes fyrir Man Utd en hann lék allan leikinn á miðju liðsins.

Håland getur ekki hætt að skora | Alfreð lagði upp sigurmark Augsburg

Bayern München tyllti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með öruggum 3-1 útisigri á Mainz 05 í dag. Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund. Þá unnu Augsburg góðan 2-1 sigur á Werder Bremen þar sem Alfreð Finnbogason lagði upp sigurmark leiksins á 82. mínútu.

Leeds missti toppsætið | Jón Daði spilaði í markalausu jafntefli

Leeds United tapaði óvænt 0-1 á heimavelli gegn Wigan Athletic og missti því toppsæti ensku B-deildarinnar til West Bromwich Albion sem vann Luton Town 2-0. Jón Daði Böðvarsson lék hálftíma er Millwall gerði markalaust jafntefli gegn Sheffield Wednesday.

FH tapaði fyrir Grindavík

FH endar í 7. sæti Fótbolti.net mótsins eftir að liðið tapaði í dag 3-2 fyrir Grindavík í Skessunni.

Sjá næstu 50 fréttir