Fleiri fréttir

Al­fons og fé­lagar töpuðu á heima­velli

Það var heldur brösugt gengi hjá Íslendingunum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Strømsgodset vann reyndar stórsigur en Íslendingarnir þar sátu allan tímann á varamannabekknum.

Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM

Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina.

„99% heimsins mun halda með Dönum“

Connor Roberts, varnarmaður velska landsliðsins, býst ekki við því að margir fyrir utan Wales eigi eftir að halda með liðinu í sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar.

Birkir valdi bestu bakverði EM

Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins.

Reglan um mörk á útivelli afnumin

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að búið sé að afnema regluna um útivallamörk í öllum keppnum á vegum sambandsins. Það þýðir að mörk á útivelli telja alveg jafnmikið og mörk á heimavelli í Meistaradeild Evrópu og öðrum Evrópukeppnum.

Sjáðu verstu klúðrin á EM

Robert Lewandowski klúðraði ótrúlegu færi þegar Pólland tapaði fyrir Svíþjóð, 3-2, í E-riðli Evrópumótsins í gær. Þetta er þó langt því frá eina klúðrið á mótinu en farið var yfir þau verstu í EM í dag.

Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum

Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum.

Sigurður Ragnar: Stórkostleg úrslit hjá strákunum

„Þetta var frábært, ég er virkilega stoltur af strákunum. Við höldum hreinu og spilum frábæran varnarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir að hans menn tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri á Breiðablik.

Svona líta 16-liða úrslitin út

Síðustu leikirnir í riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld og því er ljóst hvaða lið mætast í sextán liða úrslitin.

Stórmeistarajafntefli og bæði lið áfram

Bæði Frakkland og Portúgal eru komin áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta varð ljóst eftir 2-2 jafntefli liðanna í lokaumferð F-riðilsins.

„Verður með óbragð í munninum“

Atli Viðar Björnsson, spekingur EM í dag, segir að það verði erfitt fyrir Robert Lewandowski, framherja Póllands, að sofna í kvöld.

Markaveisla hjá Spánverjum

Spánn lenti í nákvæmlega engum vandræðum með Slóvakíu í síðustu umferð E-riðilsins en Spánverjar enda í öðru sæti riðilsins. Lokatölur 5-0.

Svíar hirtu toppsætið eftir dramatík

Robert Lewandowski skoraði tvö mörk og brenndi af einu algjöru dauðafæri er Pólland tapaði 3-2 fyrir Svíþjóð í lokaumferð E-riðilsins á EM. Með sigrinum endar Svíþjóð í 1. sæti riðilsins.

Stórþjóð gæti setið eftir með sárt ennið í kvöld

Enn getur allt gerst í dauðariðlinum á EM en þar ráðast úrslitin í kvöld með leikjum Portúgals og Frakklands, og Þýskalands og Ungverjalands. Það eru síðustu leikirnir í riðlakeppni EM áður en útsláttarkeppnin tekur við.

Sjá næstu 50 fréttir