Fleiri fréttir

Sjáðu frábært mark Insigne og línubjörgun Spinazzola

Ítalía vann 2-1 sigur á Belgíu í stórleik 8-liða úrslita Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Glæsilegt mark Lorenzo Insigne var munurinn á liðunum og þá hafði frábær björgun Leonardo Spinazzola mikið að segja.

Segir það hjálpa Englendingum að fara frá Wembley

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það muni hjálpa enska liðinu að fara frá Wembley eftir 2-0 sigur liðsins á Þýskalandi í 16-liða úrslitum mótsins. England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum mótsins í Róm annað kvöld.

Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss

Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni.

Segir upp eftir 7-0 tap

Gunnar Einarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla eftir strembið gengi liðsins í sumar. Ólsarar sendu frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.

Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans

Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans.

Diljá Ýr skoraði í stórsigri á Kristianstad

Tveir leikir voru á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni síðdegis. Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Häcken vann 6-2 sigur á Kristianstad en Växjö þoldi 2-0 tap fyrir Eskiltuna.

Simón hetja Spánverja gegn Sviss

Spánverjar lögðu Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í St. Pétursborg í kvöld. Eftir 1-1 jafntefli unnu Spánverjar 3-1 í vítakeppni og eru því komnir í undanúrslit.

Stjörnu­liðið gerði virki­lega vel

Stjarnan vann sinn þriðja leik í röð í Pepsi Max deild kvenna er liðið lagði Íslandsmeistara Breiðabliks mjög óvænt 1-2 á Kópavogsvelli. Magnaður sigur Stjörnunnar var eðlilega til umræðu í Pepsi Max Mörkunum.

Lára Kristín og banda­rískur fram­herji í raðir Vals

Lára Kristín Pedersen hefur samið við Val eftir að hafa leikið með Napolí í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu undanfarna mánuði. Alls lék hún sex deildarleiki með ítalska félaginu eftir að hafa spilað með KR í Pepsi Max deildinni síðasta sumar.

Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig

Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni.

Sjáðu mörk Valsmanna gegn FH

Valur vann í gærkvöld sterkan 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem fyrrum félagarnir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson leiddu saman hesta sína. Valur er eftir sigurinn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Hvað eru Messi og Barcelona að spá?

Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér?

„Belgar með besta hóp í Evrópu“

Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins í fótbolta, segir að Ítalir muni spila sinn leik gegn Belgum í 8-liða úrslitum EM á morgun. Hann býst við hörkuleik.

Matthías Vilhjálmss.: Þetta er eitt skref afturábak

FH mátti þola tap 2-0 fyrir Val á Origo vellinum í kvöld í 11. umferð í Pepsi Max deildinni. FH-ingar geta hvorki verið sáttir við frammistöðu sína né úrslitin og var hljóðið í fyrirliða þeirra samkvæmt því.

Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum

Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna.

Mark Gary Martin dugði skammt í Eyjum

Tveir leikir voru á dagskrá fyrri hluta kvölds í Lengjudeild karla í fótbolta. ÍBV vann 3-2 sigur á Selfossi í Suðurlandsslag og Þór gerði 1-1 jafntefli við Vestra á Akureyri.

Stórtap Emils og félaga - Viðar enn frá

Vålerenga vann öruggan 4-1 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Emil Pálsson var í liði Sarpsborgar en Viðar Örn Kjartansson er enn að jafna sig eftir aðgerð í síðasta mánuði.

Sig­ríður Lára aftur í raðir FH

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá Val. Hún samdi við Val fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með FH sumarið 2020. 

Tveir Víkingar í sótt­kví

Tveir leikmenn Pepsi Max-deildarliðs Víkings eru komnir í sóttkví eftir að hafa umgengist leikmann Fylkis sem er með kórónuveiruna.

Sjá næstu 50 fréttir