Fleiri fréttir

Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið

Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980.

Blikar fá liðsstyrk úr Eyjum

Fótboltakonan Clara Sigurðardóttir er gengin í raðir bikarmeistara Breiðabliks frá ÍBV. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðablik.

Jóhann með nákvæmustu fyrirgjafir allra í undankeppni HM

Það er skarð fyrir skildi hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta vegna fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar í komandi leikjum. Enginn landsliðsmaður í Evrópu hefur verið nákvæmari í fyrirgjöfum sínum en Jóhann, í undankeppni HM til þessa.

„Væri að ljúga ef ég segði að þetta ár hefði ekki tekið á“

„Þetta er alla vega búið að vera krefjandi ár en mjög lærdómsríkt,“ segir Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta. Covid-19 og ítrekuð meiðsli í læri hafa varpað skugga á fyrsta ár hennar í atvinnumennsku en hún er staðráðin í að sýna hvað hún getur á næsta ári.

Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn

Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn.

Sagður ekki svara símtölunum frá Arsenal

Það lítur út fyrir að ekkert verði að kaupum Arsenal á Fiorentina leikmanninum Dusan Vlahovic í janúarglugganum. Eitt aðalvandamálið er að umboðsmaður leikmannsins hætti að svara í símann.

Draugahráki á Anfield og Liverpool lokar málinu

Niðurstaða rannsóknar Liverpool á hrákamálinu í leiknum við Manchester City á þessu tímabili er að enginn hrækti á starfsmann Manchester City. Tveir stuðningsmenn fengu aftur á móti viðvörun vegna framkomu sinnar.

Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum

Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum.

Nýi harðstjórinn af Nývangi: Reglur Xavi leka út

Xavi Hernandez hefur snúið aftur til Barcelona og er tekinn við sem þjálfari liðsins á miklu ólgutímum. Hann var fljótur að setja sitt mark á liðið með því að setja harðar reglur fyrir leikmenn sína.

PSG valtaði yfir Real Madrid | Juventus bjargaði stigi gegn Wolfsburg

Franska stórveldið Paris Saint-Germain átti ekki í miklum vandræðum er liðið tók á móti Real Madrid í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið vann 4-0 stórsigur og er nú með þriggja stiga forskot á toppi riðilsins, en liðin leika í sama riðli og Breiðablik.

Ætlar að sniðganga blaðamannafundi Mourinho

Ítalska útvarpsstöðin Retesport mun ekki senda fleiri fulltrúa á blaðamannafundi knattspyrnustjórans José Mourinho, eftir að sá portúgalski móðgaði starfsmann þeirra og sagði hann ekki vera mjög gáfaðan.

Pogba gæti verið frá út árið

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, gæti verið frá út árið vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með franska landsliðinu í gær. 

Emil útskrifaður af sjúkrahúsi

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi, en hann var lagður inn í seinustu viku eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með Sogndal í norsku fyrstu deildinni í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir