Fleiri fréttir

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Willard tryggði Þór mikil­vægan sigur

Þór Akureyri gerði góða ferð í höfuðborgina en liðið vann 3-2 útisigur á Kórdrengjum í eina leik dagsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

Zinchenko orðinn Skytta

Arsenal hefur staðfest komu Oleksandr Zinchenko. Hinn fjölhæfi Úkraínumaður kemur frá Englandsmeisturum Manchester City og kostar Skytturnar rúmlega 30 milljónir punda.

Jón Guðni spilar engan fótbolta á þessu ári

Fótboltalífið virtist ljúft hjá Jóni Guðna Fjólusyni í fyrrahaust og hann var á leið í leiki með íslenska landsliðinu en varð þá fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann sleit krossband í hné. Vegna bakslags spilar hann engan fótbolta á þessu ári.

Segja að Guðlaugur Victor verði lærisveinn Rooney

Ef marka má heimildamenn Fótbolta.net er knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson á leið til DC United í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, tók nýverið við liðinu.

Mané vann Salah en blés á allt tal um ríg

Senegalinn Sadio Mané, sem nú er orðinn leikmaður Bayern München, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku, eftir baráttu við Mohamed Salah og Edouard Mendy um titilinn.

Óskar Hrafn segist aldrei hafa séð aðra eins reiði í boð­vangi and­stæðinganna

„Ég er auðvitað mjög ánægður með að við náðum að skora tvö mörk, fannst við eiga það skilið. Þetta var erfitt, tók tíma að brjóta þá á bak aftur. Varð ekkert léttara þegar þeir voru að fara af velli, urðu tíu og svo níu,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks eftir 2-0 sigur sinna manna á Budućnost í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

HK enn á toppnum eftir hádramatík

HK og Fylkir sitja áfram í efstu sætum Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins en óhætt er að segja að nóg hafi verið um að vera í 13. umferðinni í kvöld.

Þýskaland nýtti sér skelfileg mistök og fór í undan­úr­slit

Austurríki hafði aðeins fengið á sig eitt mark á EM þar til kom að leiknum við Þýskaland í 8-liða úrslitum í kvöld en þar unnu Þjóðverjar hins vegar 2-0 sigur. Þýskaland hefur því enn ekki fengið á sig mark á mótinu en það stóð tæpt í kvöld.

Uwe Seeler látinn

Þýski framherjinn Uwe Seeler er látinn, 85 ára að aldri. Hans er minnst sem eins af allra merkustu íþróttamönnum í sögu þýsku þjóðarinnar.

Núnez með fernu á 45 mínútum fyrir Liverpool

Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez fór svo sannarlega á kostum í búningi síns nýja liðs Liverpool í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið þegar það vann RB Leipzig í Þýskalandi, 5-0, í vináttuleik.

Patrik hélt hreinu í Prag

Patrik Sigurður Gunnarsson og Samúel Kári Friðjónsson gerðu fína ferð til Tékklands og náðu markalausu jafntefli gegn Sparta Prag með norska liðinu Viking í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Nígerískar lands­liðs­konur í verk­fall vegna launa­deilna

Nígería mun spila um þriðja sætið á Afríkumóti kvenna í fótbolta en leikmenn liðsins hafa ákveðið að sleppa því að mæta á æfingu vegna launadeilna við knattspyrnusambands landsins. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist. 

Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu

Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn fjöl­hæfi Viktor Ör­lygur er einnig fimur á sauma­vélinni

Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins.

Brig­hton vill átta milljarða fyrir Cucurella

Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir.

Sjá næstu 50 fréttir