Fleiri fréttir

„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema.

Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum

Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins.

Líkir Haaland við Jaws úr James Bond

Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.

Úlfarnir leita til Diego Costa

Spænski sóknarmaðurinn Diego Costa gæti verið að fá óvænt tækifæri til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Barkley mættur til Nice

Enski miðjumaðurinn Ross Barkley fékk sig lausan undan samningi við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi og er búinn að finna sér nýtt lið.

„Það væri draumur að rætast“

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar.

„Aldrei leiðinlegt að klobba og skora“

Jakob Snær Árnason sá til þess að KA fór heim til Akureyrar með eitt stig í farteskinu með því að skora jöfnunarmark liðsins gegn Fram á elleftu stundu. KA-menn lentu 2-0 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum

Keflavík vann flottan 0-2 sigur á Stjörnunni í tuttugustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld í leik sem bæði liðin þurftu að vinna. Sigurinn setur mikla pressu á Stjörnuna og KR sem sitja enn sem komið er í efri hluta deildarinnar. Frans Elvarsson og Joey Gibbs skoruðu mörkin fyrir gestina sem voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld. 

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum

Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. Gestirnir komust í 0-3 stöðu áður en hálftími var liðinn. Heimamenn minnkuðu forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og jöfnuðu svo í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið áttu eftir að bæta við sitthvoru markinu í hreint mögnuðum leik.

„Ömurleg byrjun sem varð okkur að falli“

Hinn tvítugi sóknarmaður ÍA, Eyþór Wöhler skoraði 2 mörk í annað sinn á móti KR á þessu tímabili. Báðir leikir liðanna hafa verið hádramatískir og alls fjórtán mörk skoruð í þeim.

Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Um­fjöllun og við­töl: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði víta­­­spyrnu í upp­­bótar­­tíma

Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í þverslána og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma, varði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. 

Arnar Gunnlaugsson: Eyjamenn voru bara kraftmiklir

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki ánægður með leik síns liðs gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag en honum var þó létt að hafa náð inn jöfnunarmarki í uppbótartíma.

Erfitt að gagn­rýna menn fyrir að klúðra víta­spyrnu

„Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum.

Logi heppinn að ekki fór verr: Sjáðu rauða spjaldið

Markvörðurinn Jón Kristinn Elíasson fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik í Bestu deild karla er ÍBV heimsótti Íslandsmeistara Víkings. Jón Kristinn hljóp af öllu afli inn í Loga Tómasson sem þurfti að yfirgefa völlinn í kjölfarið.

Lyng­by tapaði í frum­raun Al­freðs

Íslendingalið Lyngby er enn án sigurs í dönsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Randers í dag. Alfreð Finnbogason spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið en komst ekki á blað.

Fær níuna sem hafði verið hengd upp í rjáfur eftir and­lát föður hans

Jay Stansfield mun klæðast treyju númer 9 hjá Exeter City í vetur en Stansfield kemur til liðsins á láni frá úrvalsdeildarliði Fulham. Það væri ef til ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að faðir hans lék í treyju númer 9 hjá félaginu er hann lést langt fyrir aldur fram.

Öflug endurkoma Napoli gegn Lazio

Lazio fékk Napoli í heimsókn í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta og úr varð hörkuleikur.

Sjá næstu 50 fréttir