Fleiri fréttir

Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld.

Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. 

ÍBV vann öruggan sigur á HK

Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með HK í Olís-deild kvenna í dag. ÍBV vann 13 marka útisigur, 18-31.

Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik.

Unnur: Svörum vel í seinni hálfleik

Unnur Ómarsdóttir skoraði fjögur mörk þegar KA/Þór gerði 20-20 jafntefli við Makedónsku meistaranna í Gjorche Petrov í fyrri leik liðanna Evrópubikar kvenna í KA-heimilinu í kvöld en liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld.

Ágúst Elí bjargaði stigi fyrir Íslendingalið Ribe-Esbjerg

Íslendingalið Ribe-Esbjerg, með þá Elvar Ásgeirsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Arnar Birkir Hálfdánarson innanborðs, gerði 31-31 jafntefli er liðið tók á móti Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Haukur skoraði eitt í naumum Meistaradeildarsigri Kielce

Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska meistaraliðinu Lomza Industria Kielce unnu nauman þriggja marka sigur gegn Kiel er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 40-37 í gríðarlegum markaleik.

Valdi dóttur sína í sænska landsliðið

Sænski landsliðsþjálfarinn í handbolta hefur valið úrtakshópinn sinn fyrir EM kvenna sem fer fram í Slóveníu, Norður Makedóníu og Svartfjallalandi í næsta mánuði.

„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“

Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“

Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni.

Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi

Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka.

Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig

Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25.

Kross 4. umferðar: Bjarni Hinn og vitsugan Björgvin Páll

Fjórða umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

Spila á Dalvík vegna árshátíðar

Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. 

Sjá næstu 50 fréttir