Fleiri fréttir

Stórstjarna í Skandinavíu

Sindri Freyr Guðjónsson hefur nýverið gefið út sína fyrstu plötu. Lag hans, Way I'm feeling, hefur verið spilað yfir 400 þúsund sinnum á Spotify. Langflestar koma frá Noregi og Svíþjóð.

Konur valdamiklar í ÍA

Árið 2016 hefur verið tímamótaár hjá Íþróttabandalagi Akraness. Það átti sjötugsafmæli, íþróttahúsið varð fertugt og konur völdust til veigamikilla starfa innan þess.

Há­markskóngur selur í Grafar­holtinu

Útvarpsmaðurinn, einkaþjálfarinn og athafnamaðurinn Ívar Guðmundsson hefur sett íbúð sína í Grafarholtinu á sölu, en eignin er tæplega 130 fermetrar að stærð í húsi sem byggt var árið 2004.

Vísindabók Villa í víking

Fyrsta vísindabók Villa Naglbíts verður gefin út í Bandaríkjunum í janúar. Fjórða bókin í vísindaseríu hans er kominn út hér á landi. Jólin verða löng þetta árið því hann er einnig að setja á svið vísindaleikrit í febrúar.

Fengu skýr fyrirmæli um að reyna aldrei að hafa uppi á móðurinni

"Ég vona bara af öllu hjarta að við finnum hana,“ sagði Rósíka Gestsdóttir í þættinum Leitin að upprunanum sem var sýndur á Stöð 2 á sunnudagskvöld, en Rósíka var ættleidd frá Sri Lanka árið 1986 og freistar þess nú að leita að líffræðilegri móður sinni.

Margt um manninn í útgáfuhófi Geysis

Geysir fagnaði útgáfu 5.tlb. Geysis tímaritsins með glæsilegu útgáfuhófi í verslun sinna á Skólavörðustíg 16 föstudagskvöldið síðasta.

Bjó til frumlegasta orðið á skraflmótinu

Katrín Fjóla Alexíusdóttir, átta ára, var yngsti þátttakandinn í skraflmóti sem haldið var á Ísafirði fyrir skemmstu. Hún stóð þar uppi sem stjarna kvöldsins og fékk Skrafl fyrir frammistöðuna.

Þökkuðu fyrir sig á vígvellinum

Um 400 hermenn, fæddir á Íslandi, börðust í skotgröfum heimsstyrjaldarinnar fyrri – 61 lét lífið. Íslenskar konur fóru til að hjúkra þeim særðu og niðurbrotnu.

Síldarglaðningur á aðventunni

Nú í upphafi jólaföstu beinum við sjónum að sjávarafurðum og öðru fiskmeti. Þar er úr mörgum góðum tegundum að velja en hér verður staðnæmst við síld og lax. Sveinn Kjartansson, kokkur á Aalto Bistro, leiðbeinir okkur hér við gerð sælkerarétta

Kallaðir mamma og pabbi

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar fagnar tuttugu árum í farsælum rekstri. Kormákur og Skjöldur leggja mikið upp úr breskri klæðahefð og mýkri hliðum karlmennskunnar, greiðvikni og háttvísi. Í vinnunni kallar starfsfólkið þá mömmu og pabba.

Útvarp Akraness í loftinu

Árlegt Útvarp Akraness sendir út þessa helgi og fyllir Skagamenn og nærsveitunga aðventuanda. Sem fyrr er það Sundfélag Akraness sem stendur að dagskránni.

Tengja tónlistina við náttúruna

Tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson, ásamt Soffíu Kristínu Jónsdóttur og Steinunni Camillu Stones, hafa tekið að sér umsjón með Sumartónleikum við Mývatn. Stefna að færa íslenska tónlist til ferðamanna og tengja Mývatn við fagra tóna.

Karlmennskuímyndin hættuleg

"Hættum að bíta á jaxlinn. Það er ekki styrkleikamerki. Það er styrkur að glíma við og taka ábyrgð á eigin líðan. Opnum þetta, ræðum þessi mál. Ef við erum ekki með hausinn í lagi þá gerum við ekki gagn,“ segir Stefán Pétursson formaður Landssambands slökkviliðsmanna um álag og sálrænan vanda fólks í neyðarþjónustu.

Stjörnustrákurinn frá Toronto

The Weeknd var að senda frá sér sína þriðju plötu Starboy í gær. Platan fjallar um frægðina og allt það erfiði sem henni fylgir

Ein atburðarás á sér ekki eina sögu heldur milljón sögur

Ég er að skrifa um gleymsku. Aðallega í sjálfsævisögum, en einnig í svokölluðum minnistextum, þ.e. skáldsögum sem byggja á minni um fortíðina,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir sem sendi nýverið frá sér afar áhugaverða bók hjá hinu virta forlagi Palgrave í Englandi.

Sjá næstu 50 fréttir