Fleiri fréttir

Nýr förunautur doktorsins samkynhneigður

Þátturinn hefur notið gríðarmikilla vinsælda í Bretlandi um árabil en leikkonan Pearl Mackie, sem fer með hlutverk förunautsins, er ánægð með þróunina.

Hármissirinn kveikjan að fyrirtækinu

Guðrún Hrund Sigurðardóttir hannar höfuðföt fyrir konur sem hafa misst hárið. Hún nýtir þar eigin reynslu en hún hefur farið í þrjár krabbameinsmeðferðir. DNA-rannsókn sýndi að Guðrún ber BRCA1 genið, oft kallað Angelina-genið.

Velkomin til Tvídranga

Tvídrangar eða Twin Peaks, þættir Davids Lynch, fóru sigurför um heiminn á sínum tíma og urðu alveg sérstaklega vinsælir hér á landi. Helgin verður tileinkuð smábænum Twin Peaks í Bíó Paradís en myndin Fire Walk with Me verður meðal annars sýnd.

Hvað er eiginlega málið með unglingaþættina Skam?

Unglingaþátturinn Skam hafa slegið í gegn síðan fyrsta serían kom út árið 2015 og í tilefni þess verður fjögurra daga Skam-hátíð haldin í Norræna húsinu. Í dag verður hátíðin tileinkuð eldri aðdáendum þáttanna með pallborðsumræðum og almennri gleði.

Verðlaunaféð fer í mat, strætó og bjór

Lögfræðineminn Hrafnkell Ásgeirsson sigraði í uppistandskeppninni Fyndnasti háskólaneminn. Hann fékk að launum 100.000 krónur og tækifæri til að koma fram með Mið-Íslandshópnum.

Drýgja tekjurnar með sölu varnings

Svo virðist sem að til að vera fullgildur meðlimur í íslenskum rappheimi þurfi að leggja nánast jafn mikla vinnu í framleiðslu á ýmiss konar varningi og lögð er í tónlistina. Ástæðan er mikill samdráttur í plötusölu m.a. vegna internetsins.

Hneykslar vinkonurnar

Lena Magnúsdóttir fylgist vel með tískunni en fer eigin leiðir þegar kemur að fatavali.

Reykjavík Zine and Print Fair: tilraunir með bókaformið

Reykjavik Zine and Print Fair 2017 verður haldið á skemmtistaðnum Húrra í Naustunum á morgun. Þetta er í annað sinn sem markaðurinn er haldinn en á honum eru boðin til sölu tilraunakennd prentverk sem nemar LHÍ ásamt fleirum hafa framleitt.

Smakkaði snjó í fyrsta skipti

Brynja Dan Gunnarsdóttir hafði uppi á líffræðilegri fjölskyldu sinni í þáttaröðinni Leitin að upprunanum sem sýnd var á Stöð tvö í október síðastliðnum. Dilmi, yngri systir Brynju frá Sri Lanka, kom í heimsókn til Íslands.

World Class lýsir eftir handklæðaþjófi

„Við biðjum eiganda reiðhjólsins vinsamlegast um að skila til okkar handklæðinu á næstu æfingu en það er bersýnilega er merkt sem eign World Class Iceland.“

Bleikja með stökku roði sem klikkar ekki

Matarbloggarinn Anna Björk reiðir þennan ljúffenga rétt gjarnan fram þegar hún fær gesti í mat enda er hann einfaldur í framkvæmd og getur varla klikkað.

Segir vanta upp á gestrisni hér á landi

Síðustu viku hafa farið víða nokkur dæmi þar sem þjónustu við viðskiptavini er ansi ábótavant svo vægt sé til orða tekið. Þetta vandamál er þó viðloðandi hér á landi, segir Margrét Reynisdóttir, sérfræðingur í þjónustu, sem hefur skrifað bækur um málið.

Björn Bragi fangar íslenska veðráttu

Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður.

Bein útsending: Hver er fyndnasti háskólaneminn?

Í kvöld fer fram úrslitakvöld uppistandskeppninnar Fyndnasti Háskólaneminn í Stúdentakjallaranum þar sem útkljáð verður hvaða nemandi Háskólans er færastur í að kitla hláturtaugar samnemanda sinna.

Leita að þátttakendum fyrir Hannað fyrir framtíðina

Í sumar hefja göngu sína nýir hönnunarþættir á Stöð 2 undir stjórn Sindra Sindrasonar. Þættirnir bera heitið Hannað fyrir framtíðina og er ætlað að beina sjónum okkar að lausnum fyrir ungt fólk í húsnæðisleit.Sagafilm sér um framleiðslu þáttanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Áreiti hluti af starfi skemmtikrafta

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona, og Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður, ræða um áreiti sem því fylgir að hafa atvinnu af því að skemmta öðrum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en bæði hafa þau orðið fyrir slíku við það eitt að vinna sína vinnu.

Jóga á Hornströndum

Gróa Másdóttir lærði fornleifafræði en hefur kennt jóga í meira en áratug. Hún undirbýr jógaferð á Hornstrandir í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir