Fleiri fréttir

Landið eitt sveitarfélag

Snærós Sindradóttir skrifar

Við erum 326 þúsund talsins og okkur er skipt niður á 74 sveitarfélög. Ef okkur væri deilt jafnt væru öll sveitarfélög á stærð við Fjarðabyggð. Þar eru fimm grunnskólar og fimm leikskólar. Sveitarfélagið rekur þrjú hjúkrunarheimili, sér um húsnæðismál fatlaðra, sinnir heimaþjónustu og útvegar stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn gjaldfrjálst.

Síðasta tilraun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Hafnabolti fyrir mér er eins og jarðfræði var á fyrsta ári í MR. Svefnmeðal. Reyndar lærði ég síðar að meta jarðfræðina en eftir á að giska minn tíunda hafnaboltaleik er ég opinberlega búinn að gefast upp. Lokatilraunin var á Fenway Park í Boston í síðustu viku.

Mistök vinnustaðargrínarans

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum.

Ekki vera lummó eftir Gnarr

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Fyrir fjórum árum var tilhugsunin um Jón Gnarr í borgarstjórastólnum alveg út í hött. Núna er tilhugsunin um einhvern annan í embættinu jafn fáránleg. En allt líður undir lok og næst þegar ég skrifa bakþanka verður kominn nýr borgarstjóri í Reykjavík.

Eru dvergar dvergar?

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það.

Topp tíu ástæður fyrir Topp tíu listum

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

1. Fólk er latt. Það nennir ekki að lesa samfelldan texta. 2. Blaðamenn eru latir. Þeir nenna ekki að skrifa samfelldan texta. 3. "Topp tíu leiðir til að gera munnmök að upplifun“ og "Topp tíu barnastjörnur sem fóru í hundana“ eru fyrirsagnir sem vekja athygli.

Helst einhverja með rjóma

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Fyrir tveimur árum sat ég inni á Hressingarskálanum við Austurstræti og var að borða eitthvað sem ég man ekkert hvað var. Ég var samt örugglega heillengi að velja það af matseðlinum. Skipti kannski oft um skoðun.

Draumaliðinu stillt upp

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig.

Ekki hjálpa Stasí

Snærós Sindradóttir skrifar

Síðustu misseri hefur heimspressan verið undirlögð af fréttum af persónunjósnum.

Humallinn Tumi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: "Finnst þér góður bjór?“

Stefnumótabylting graða fólksins

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Ég hitti kærustuna mína í fyrsta skipti í raunheimum. Hún kom í vísindaferð í þáverandi vinnuna mína og ég addaði henni á Facebook daginn eftir. Hún samþykkti reyndar ekki vinarbeiðnina

Öfgakennd yfirhalning

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar

Nú kveð ég skóla í bili eftir tæp 20 ár á bekknum. Síðastliðnar vikur hef ég verið á þönum að binda lausa enda. Hápunkturinn var líklega þegar ég fékk mastersverkefnið í hendurnar á prentstofunni klukkan sex á skiladegi.

Komið út úr Euro skápnum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Í dag er runninn upp ruglingslegasti dagur ársins í mínu lífi – Eurovision-dagurinn. Það er einhvern veginn ómögulegt að gera það upp við sig hvort maður á að elska þetta batterí eða hata.

Skrýtla = fordómar = kjaftæði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mér finnst fordómar æðislegir. Jebb, ég sagði það. Mér finnst að heimurinn væri verri staður ef fólk væri ekki sett í sérstök box og sum boxin væru talin verðugri en önnur.

Siðþæging

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Að biðjast afsökunar er góður siður og eitthvað sem ætti að vera hverjum manni sjálfsagt og eðlilegt. Það þarf svo vart að taka það fram að afsökunarbeiðni þarf að koma til vegna sannrar iðrunar en ekki aðeins sem taktískt útspil

Frú Forseti tilkynnir

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég hef ekki setið nema þrjá húsfundi á ævi minni þó ég hafi talist til húseigenda í fjölbýli í meira en tíu ár. Það hafa bara ekki verið haldnir fundir, svo einfalt er það. Ég kann svo sem engar skýringar á því aðrar en þær að almennt er fólk latt til fundarhalda.

CCP-N00B

Berglind Pétursdóttir skrifar

Bærinn er fullur af túristum alla daga vikunnar. Við erum öll orðin vön þeim. Ég er meira að segja hætt að ranghvolfa augunum þegar ég sé hjón í samstæðum úlpum, það hlýtur bara að vera einhver góður tveir fyrir einn úlpudíll

Með ógleði í sauðburði

Snærós Sindradóttir skrifar

Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bóndann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar.

Ef væri ég söngvari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mér finnst gaman að syngja. Fáránlega gaman reyndar. Ég geri það hins vegar sjaldan. Reyndar geri ég það nánast eingöngu þegar ég fæ mér í glas. En þá er sko sungið. Minn styrkleiki liggur hins vegar ekki í fallegum söng

Sannasti pistill allra tíma

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Hei, Júlíus Vífill! Það er ekki rétt hjá þér að enginn meirihluti hafi átt í jafn miklu stríði við borgarbúa og sá sem nú er við völd. Það er ekki heldur rétt að ekkert kjörtímabil hafi einkennst af jafn miklum ófriði.

Sjá næstu 50 greinar