Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð

Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar slá alls konar met í ferða­lögum

Ís­lendingar eru að slá öll met í ferða­lögum til út­landa og í fjölda gisti­n­átta innan­lands. For­stjóri Icelandair telur að tafir á flug­völlum víða um heim vegna mann­eklu lagist ekki fyrr en í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Salan eykst þó Ís­lendingar flykkist til út­landa

Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar

Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rebel Wilson er á Íslandi

Leikkonan Rebel Wilson er stödd á Íslandi ásamt kærustu sinni Ramonu Agruma. Hún birti mynd af sér þar sem hún var í miðnætursundi og af parinu í þyrluferð. Miðað við textann sem fylgir myndunum þykir þeim heldur kalt á landinu. 

Lífið
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­mál ekki í lagi þegar ferða­maður lést

Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær.

Innlent
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Air­port Direct segir hegðun bílstjórans ó­á­sættan­lega

Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar treysta á ekkert lúsmý í sumar

Það er meira en brjálað að gera hjá starfsfólki Vestfjarðarstofu að skipuleggja sumarið fyrir ferðamenn og aðstoða þá á ýmsan hátt, enda búist við metári í fjölda ferðamanna á svæðinu í sumar. Stofan vinnur líka að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við byggðaþróun sem og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“

Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt.

Innlent
Fréttamynd

Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni

Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans.

Innlent
Fréttamynd

Fólk snið­gangi ferða­lög til Ís­lands vegna hval­veiða

Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu.  

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru

Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði

Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs.

Innlent
Fréttamynd

„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“

„Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Blíðviðri og ekkert lúsmý

Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík.

Innlent