Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag

Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla

Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

„Umhverfisvænn“ Trump vill fegra múrinn með sólarskjöldum

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur fundið leið til að fjármagna hinn umtalað múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann ætlar að þekja hann sólarskjöldum sem virkja sólarorku. Forsetinn telur að þetta muni auk þess umbreyta veggnum og gera hann fallegri. Veggurinn á að vera 12-14 metrar.

Erlent
Fréttamynd

Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar

Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis.

Erlent
Fréttamynd

Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey

Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn

"Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið.

Erlent
Fréttamynd

Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter.

Erlent
Fréttamynd

Lögmaður Trump rengir orð Comey

Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi

Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Einnig fjöllum við um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Innlent
Fréttamynd

Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Erlent