Sandra María heldur á­fram að fara illa með FH

Einar Kárason skrifar
Sandra María Jessen var áfram á skotskónum í dag.
Sandra María Jessen var áfram á skotskónum í dag. Vísir/Diego

Þór/KA byrjar úrslitakeppnina vel en liðið steig stórt skref í átta að þriðja sætinu með 1-0 sigur á FH á KA-vellinum í dag.

Það var auðvitað Sandra María Jessen sem skoraði sigurmarkið en hún hefur farið illa með FH-liðið í sumar. Þetta var hennar 21. mark í Bestu deild kvenna í sumar.

Eftir þennan sigur þá eru norðankonur komnar með fjögurra stiga forskot á næsta lið sem er Víkingur í fjórða sætinu. FH-konur nú átta stigum á eftir.

FH-konur eru örugglega búnar að fá alveg nóg af fyrirliða Þór/KA í sumar

Sandra María skoraði fernu í fyrsta deildarleik liðanna í Hafnarfirði í apríl og skoraði einnig eina markið í bikarleik liðanna í júní.

Sigurmarkið hennar í dag kom á 49. mínútu eftir pressu Þór/KA þar sem að Lara Ivanusa vann boltann og gaf hann inn á Söndru sem skoraði örugglega.

Snædís María Jörundsdóttir skoraði að því virtist löglegt mark fyrir FH í fyrri hálfleik en að var dæmt af.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira