Upp­gjörið: FH - Breiða­blik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr horn­spyrnu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Kristinn Jónsson skoraði markið mikilvæga í dag beint úr hornspyrnu.
Kristinn Jónsson skoraði markið mikilvæga í dag beint úr hornspyrnu. Vísir/Anton Brink

Breiðablik tyllti sér á topp Bestu deildar karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með einu marki gegn engu í 24. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í dag.

Staðan var marklaus í hálfleik en það var Ísak Snær Þorvaldsson sem komst næst því að skora í fyrri hálfleik en Daði Freyr Arnarsson sá við honum.

Það var svo Kristinn Jónsson sem skoraði sigurmark Breiðabliks sem skoti beint úr hornspyrnu. Markið var einkar slysalegt fyrir Daða Frey sem fengið hefur sjénsinn í marki FH-liðsins á kostnað Sindra Kristins Ólafssonar.

Breiðablik er komið með þriggja stiga forskot á Víking á toppnum en Fossvogspiltar geta endurheimt toppsætið með sigri í leik liðsins gegn Val í kvöld.

Blikar hafa nú leikið 11 deildarleiki án ósigurs en liðið hefur haft betur í níu þeirra og gert tvö jafntefli. FH hefur aftur á móti einungis nælt í eitt stig í siðustu fjórum leikjum sínum og er vonin um Evrópusæti orðin ansi langsótt og veik. FH er sex stigum á eftir Val þegar þrjár umferðir eru eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira