Innlent

Stefnir í tveggja turna tal

Jakob Bjarnar skrifar
Þó Halla Hrund og Katrín hlusti hér á ræðu Baldurs Þórhallssonar stefnir nú allt í tveggja turna tal í baráttunni um Bessastaði.
Þó Halla Hrund og Katrín hlusti hér á ræðu Baldurs Þórhallssonar stefnir nú allt í tveggja turna tal í baráttunni um Bessastaði. vísir/vilhelm

Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga.

RÚV birtir nýja könnun Gallup, sem tekur tillit til skoðunar almennings eftir að hinar margumræddu kappræður fóru fram. Nær öll svör bárust fyrirtækinu eftir að þeim lauk. Könnunin mælir fylgið frá 3. maí þar til í gær.

Í könnuninni kemur fram að fylgi Höllu hrynur, úr 36 prósentum í síðasta þjóðarpúlsi Gallup 25 prósent nú. Sú könnun sýndi áberandi mestan stuðning við Höllu Hrund. En nú mælist Katrín með nákvæmlega sama fylgi og Halla Hrund eða 25 prósent.

Ef hægt er að tala um sigurvegara könnunar þá hljóta það að vera þau Arnar Þór Jónsson og Halla Tómasdóttir.vísir/vilhelm

Baldur er í þriðja sæti með 18 prósenta fylgi, Halla Tómasdóttir sækir verulega í sig veðrið og hækkar úr fjórum prósentum í ellefu og er samkvæmt þessu í fjórða sæti. Hún fer upp fyrir Jón Gnarr, þó ekki mælist marktækur munur á henni og Jóni.

Arnar Þór Jónsson er auk Höllu helsti sigurvegari þessarar könnunar, hann tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og mælist með sex prósent.

Viktor Traustason er mættur til leiks og mælist með tvö prósent en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er á svipuðu róli og verið hefur með eitt prósent stuðning þátttakenda í könnuninni. Aðrir eru með minna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×