Skoðun

Fréttamynd

Verð­mætin og sköpunar­kraftur sá sem í mann­auð okkar býr.

Pétur Már Halldórsson

Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Óskað eftir for­seta sem færir ungu fólki völd

Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Með ósk um vel­gengni, Halla Hrund

Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Höllu Hrund Logadóttur

Það er mikilvægt að forseti Íslands sé óháður valdastéttum og pólitískum flokkum. Forseti má ekki þurfa að taka afstöðu til máls sem hann hefur áður stutt eða lagt fram.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar Þór Jóns­son

Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka."

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Jóns Ólafs­sonar heim­spekings

Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins:

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónan Katrín Jakobs­dóttir

„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­öryggi

Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Tóbak markaðs­sett fyrir ungt fólk

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni.

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn, NATÓ, ýsan og blokkin

Varðandi afstöðu míns forsetaframbjóðanda Katrínar Jakobsdóttur til aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fram kom í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi þá er það dæmi um mál þar sem okkur greinir á í grundvallaratriði.

Skoðun
Fréttamynd

„Svona er á síld“

Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei hitta hetjurnar þínar

Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er besti skóla­stjórinn?

Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vofa húsagans býsnast enn

Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo:

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrar stað­reyndir um Ís­land, Katrínu og Gaza

Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Til þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobs­dóttur

Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og kvenhatrið

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Skoðun