Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Skattheimtumenn ISAVIA

Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­vélin féll um 54 metra á fimm sekúndum

Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum.

Erlent
Fréttamynd

„Fyrir­varinn var í rauninni enginn“

Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust.

Innlent
Fréttamynd

Brosandi þótt aftur sé ekið á flug­vél Verzlinga

Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi.

Innlent
Fréttamynd

Átta á sjúkra­húsi eftir mikla ó­kyrrð

Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir.

Erlent
Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistu innan­lands­flugs?

Nýverið tilkynnti Isavia hf um nýtt bílastæðakerfi við flugvöll sinn á Egilsstöðum. Ekki er það svo sem í frásögur færandi að rekstraraðili flugvallarinns taki upp nýtt, og að sögn þeirra, betra kerfi en tilgangurinn með þessu kerfi er að „tryggja gestum Egilsstaðaflugvallar bætta þjonustu og betri ferðaupplifun“.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Erlent
Fréttamynd

Á­stæða fyrir því að spenna beltin í flugi

Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur á meðal far­þega í flug­vélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti stríðsþristurinn lentur

Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Fimm stríðsþristar á leiðinni til landsins

Fimm gamlar herflugvélar úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, eða C-47 Douglas Dakota, millilenda á Íslandi á næstu dögum á leið sinni frá Norður-Ameríku til Evrópu. Þar munu þær taka þátt í minningarathöfnum í tilefni þess að 80 ár verða liðin frá innrásinni í Normandí, D-deginum 6. júní 1944.

Innlent