Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér

Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir klútabyltinguna vera hafna

„Ég er ótrúlega þakklát ekki síst í ljósi þess að þetta var brekka hjá okkur,“ segir Halla Tómasdóttir og vísar þar til upphafs kosningabaráttunnar þegar fylgi hennar mæltist í lágmarki.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­föld veisla hjá Gnarr feðgum

Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Kosningasjónvarp Stöðvar 2

Kosningasjónvarp Stöðvar 2 í opinni dagskrá og beinni útsendingu er staðurinn til að fylgjast með nýjustu tölum, heimsækja skemmtilegustu partýin og veita áhorfendum allar nauðsynlegar upplýsingar á spennandi kosningakvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Alls konar dýnamík geti komið inn við myndun tveggja turna

Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir forsetakosningarnar nú vera þær mest spennandi síðan í forsetakosningunum 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin. Hún segir að vísbendingar um góða kjörsókn geta boðað gott fyrir framboð Höllu Tómasdóttur og að myndun „tveggja turna“ geta leyst alls konar dýnamík úr læðingi þegar kemur að hegðun kjósenda.

Innlent
Fréttamynd

Á­stæður til að kjósa Jón Gnarr

Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningarnar þær mest spennandi síðan 1980

Kjörsókn hefur hingað til verið mun meiri en í síðustu forsetakosningunum árið 2020. Víða um land er kjörsókn orðin um 10 prósent meiri en fyrir fjórum árum. Prófessor í stjórnmálafræði segir tvær augljósar ástæður fyrir þessu.

Innlent
Fréttamynd

Margir góðir fram­bjóð­endur í boði

Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali.

Innlent
Fréttamynd

„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“

Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn.

Innlent
Fréttamynd

Fólk kasti at­kvæði sínu á stríðs­bálið

Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gleði­legan kosningadag kæru lands­menn

Forsetakosningarnar í ár hafa verið þær skemmtilegustu sem ég man eftir. Margir að bjóða fram krafta sína og flestir af þeim hafa sitt hvað að bjóða. Jón Gnarr toppaði framboð sitt í gærkveldi með magnaðri frammistöðu og sýndi okkur hversu hæfur hann er í embættið. Katrín sýndi okkur líka að hún er öflug, glæsileg og skarpgreind kona sem stendur vel í fæturnar þrátt fyrir mikið mótlæti og óvenju hatursfulla og óbilgjarna orðræðu.

Skoðun