"Á meðan æxlið heldur sér góðu þá erum við hamingjusöm" Ellý Ármanns skrifar 14. ágúst 2014 09:15 myndir/áslaug Þuríður Arna Óskarsdóttir, 12 ára, hefur þurft að berjast við alvarleg veikindi síðan 25. október árið 2004 þegar hún greindist með illvíga flogaveiki og góðkynja æxli í höfði. Tveimur árum síðar var æxlið orðið illkynja. Stúlkan, sem byrjaði í Klettaskóla í fyrra, er undir stöðugu eftirliti og nú síðast fór hún í aðgerð í vikunni þar sem fjarlægja þurfti tvær blöðrur við kjálka hennar.„Samkvæmt læknum okkar hefði hún átt að fara frá okkur árið 2006 en sem betur fer eru þeir líka mannlegir og vita ekki allt," segir Áslaug Ósk Hinriksdóttir móðir Þuríðar þegar samtal okkar hefst um hetjuna hennar, hana Þuríði Örnu. „Baráttan gengur vel. Þuríður Arna mín er ótrúlegt kraftaverk. Æxlið er alveg búið að haldast niðri síðan 2010 eða eftir að hún fór til Svíþjóðar og gekkst undir „gammahnífinn“," útskýrir Áslaug.Kraftaverkin gerast„Næstu rannsóknir hennar verða í desember þannig að við reynum að gleyma okkur í nokkra mánuði í einu en við hættum samt aldrei að plana hluti fram í tímann. Okkar markmið er að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til. En hnúturinn kemur alltaf sirka viku fyrir hverja rannsókn þar sem við erum alveg meðvituð um það að æxlið getur byrjað að stækka á morgun. Þetta er og verður eilífðar barátta."„En Þuríður Arna mín hefur sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast. Jú, hún er ennþá krampandi, sem gerist of oft að okkar mati, og þreytist fljótlega, en á meðan æxlið heldur sér góðu þá erum við hamingjusöm." Sársaukaþröskuldurinn hár „Þuríður Arna mín var í aðgerð í vikunni þar sem það fundust tvær blöðrur við kjálkann hennar sem þurfti að fjarlægja en læknirinn hennar telur þær ekki þýða neitt slæmt en vegna hennar veikindasögu þá sendir hann þær í sýnistöku," segir Áslaug og bætir við: „Þessi aðgerð er að taka smá á en hún er öllu vön, því miður, þá kvartar hún ekkert svo er líka sársaukaþröskuldurinn hennar orðinn svo hár."Hamingjusöm þrátt fyrir veikindin „Þrátt fyrir hennar veikindi þá er hún ótrúlega hamingjusöm og hefur gaman af lífinu – hún er mikil félagsvera. Hún byrjaði í Klettaskóla fyrir ári síðan sem var góð breyting fyrir hana félagslega, þar finnur hún sig sem sterka einstaklinginn."Systkinin saman í sólinni.Þegar talið berst að Áslaugu sjálfri og hennar líðan segir hún:„Þegar maður á langveikt barn þá er ekkert ofarlega að hugsa um sjálfan sig og maður gleymist hreinlega og kannski líka þegar maður á fimm börn og þá er líka auðvelt að bæta á sig of mörgum kílóum en á því skal verða breyting í vetur."„Fyrst að allt gengur svona vel hjá Þuríði minni og sú yngsta, sem er 15 mánaða gömul, af fimm börnum er að byrja í leikskóla þá ætla ég að fara hugsa meira um sjálfa mig. Ég byrja í VIRK í september sem er endurhæfing og byrja að undirbúa mig fyrir vinnumarkaðinn en í fullri vinnu hef ég ekki verið síðan árið 2002." Hleypur fyrir veiku stúlkuna sína„Það mætti kanski alveg nefna það að ég er að hlaupa 10 km til heiðurs Þuríði minni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Ég hef aldrei hlaupið 10 km og er í engu formi en ætla mér samt að gera þetta. Mér er engin vorkunn að reyna við 10 km miðað við hvað Þuríður mín hefur gengið í gegnum," segir þessi hörkuduglega móðir.Hlaupastyrkur.is - síða Áslaugar. Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Þuríður Arna Óskarsdóttir, 12 ára, hefur þurft að berjast við alvarleg veikindi síðan 25. október árið 2004 þegar hún greindist með illvíga flogaveiki og góðkynja æxli í höfði. Tveimur árum síðar var æxlið orðið illkynja. Stúlkan, sem byrjaði í Klettaskóla í fyrra, er undir stöðugu eftirliti og nú síðast fór hún í aðgerð í vikunni þar sem fjarlægja þurfti tvær blöðrur við kjálka hennar.„Samkvæmt læknum okkar hefði hún átt að fara frá okkur árið 2006 en sem betur fer eru þeir líka mannlegir og vita ekki allt," segir Áslaug Ósk Hinriksdóttir móðir Þuríðar þegar samtal okkar hefst um hetjuna hennar, hana Þuríði Örnu. „Baráttan gengur vel. Þuríður Arna mín er ótrúlegt kraftaverk. Æxlið er alveg búið að haldast niðri síðan 2010 eða eftir að hún fór til Svíþjóðar og gekkst undir „gammahnífinn“," útskýrir Áslaug.Kraftaverkin gerast„Næstu rannsóknir hennar verða í desember þannig að við reynum að gleyma okkur í nokkra mánuði í einu en við hættum samt aldrei að plana hluti fram í tímann. Okkar markmið er að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til. En hnúturinn kemur alltaf sirka viku fyrir hverja rannsókn þar sem við erum alveg meðvituð um það að æxlið getur byrjað að stækka á morgun. Þetta er og verður eilífðar barátta."„En Þuríður Arna mín hefur sýnt það og sannað að kraftaverkin gerast. Jú, hún er ennþá krampandi, sem gerist of oft að okkar mati, og þreytist fljótlega, en á meðan æxlið heldur sér góðu þá erum við hamingjusöm." Sársaukaþröskuldurinn hár „Þuríður Arna mín var í aðgerð í vikunni þar sem það fundust tvær blöðrur við kjálkann hennar sem þurfti að fjarlægja en læknirinn hennar telur þær ekki þýða neitt slæmt en vegna hennar veikindasögu þá sendir hann þær í sýnistöku," segir Áslaug og bætir við: „Þessi aðgerð er að taka smá á en hún er öllu vön, því miður, þá kvartar hún ekkert svo er líka sársaukaþröskuldurinn hennar orðinn svo hár."Hamingjusöm þrátt fyrir veikindin „Þrátt fyrir hennar veikindi þá er hún ótrúlega hamingjusöm og hefur gaman af lífinu – hún er mikil félagsvera. Hún byrjaði í Klettaskóla fyrir ári síðan sem var góð breyting fyrir hana félagslega, þar finnur hún sig sem sterka einstaklinginn."Systkinin saman í sólinni.Þegar talið berst að Áslaugu sjálfri og hennar líðan segir hún:„Þegar maður á langveikt barn þá er ekkert ofarlega að hugsa um sjálfan sig og maður gleymist hreinlega og kannski líka þegar maður á fimm börn og þá er líka auðvelt að bæta á sig of mörgum kílóum en á því skal verða breyting í vetur."„Fyrst að allt gengur svona vel hjá Þuríði minni og sú yngsta, sem er 15 mánaða gömul, af fimm börnum er að byrja í leikskóla þá ætla ég að fara hugsa meira um sjálfa mig. Ég byrja í VIRK í september sem er endurhæfing og byrja að undirbúa mig fyrir vinnumarkaðinn en í fullri vinnu hef ég ekki verið síðan árið 2002." Hleypur fyrir veiku stúlkuna sína„Það mætti kanski alveg nefna það að ég er að hlaupa 10 km til heiðurs Þuríði minni til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Ég hef aldrei hlaupið 10 km og er í engu formi en ætla mér samt að gera þetta. Mér er engin vorkunn að reyna við 10 km miðað við hvað Þuríður mín hefur gengið í gegnum," segir þessi hörkuduglega móðir.Hlaupastyrkur.is - síða Áslaugar.
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira