Vísir

Mest lesið á Vísi



Guðrún Hafsteinsdóttir - Ein Pæling

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þrátt fyrir að hún sjái ekki fyrir sér að vera í embætti formanns í jafn langan tíma og Bjarni Benediktsson sé hún ekki þarna sem millistykki áður en nýr formaður tekur við. Í þessum þætti ræðir hún í hvaða átt hún vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn, hvort hún myndi vilja mynda ríkisstjórn með Flokki fólksins, ríkisstjórnarsambandið, útlendingamál og margt fleira. - Er búið að vængstífa Ingu Sæland? - Myndi Guðrún vera tilbúin að hoppa inn í stjórn með Viðreisn og Samfylkingu í stað Flokk fólksins? - Væri Guðrún til í að starfa með Flokki fólksins? Þessum spurningum er svarað hér. Til að styrkja þetta framtak má fara inn á : www.pardus.is/einpaeling eða Leggja málstaðnum lið með því að greiða inn á: Rkn. 0370-26-440408 Kt. 4404230270

Ein pæling
Fréttamynd

Fram­lengja sam­starf sem hefur komið tugum sprota á lag­girnar

Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Væri „ekki heppi­legt“ að sjá gengi krónunnar styrkjast mikið meira

Það er „óþægilegt“ að sjá utanríkisviðskiptin og krónuna vera að færast í sitthvora áttina, eins og hefur verið reyndin að undanförnu með gengisstyrkingu og auknum viðskiptahalla, að sögn seðlabankastjóra, og undirstrikar að þetta sé ekki þróun sem Seðlabankinn fagnar. Krónan hefur aðeins gefið eftir síðustu daga í kjölfar þess að Seðlabankinn beitti gjaldeyrisinngripum í fyrsta sinn í meira en eitt ár og Ásgeir Jónsson segir að það væri „ekki heppilegt“ að sjá gengið styrkjast mikið meira en orðið hefur.

Innherji

Fréttamynd

Tón­list, græjur og Ari Eld­járn í sviðs­ljósinu

ELKO hefur nýlokið við árlega fermingarkönnun sína, þar sem yfir 4.000 manns af póstlista fyrirtækisins tóku þátt. Könnunin varpaði ljósi á eftirminnilegustu fermingargjafirnar, hvaða skemmtikrafta fólk vill helst fá í veisluna og fleiri áhugaverða þætti tengda fermingum. Fram kom að um 71% landsmanna er boðið í fermingarveislu í ár og því ljóst að fermingar verða á milli tannana á landanum næstu vikurnar.

Lífið samstarf