Áskorun

Áskorun

Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Full­orðin og feimin: Átta góð ráð

Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum.

Áskorun
Fréttamynd

„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“

„Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates.

Áskorun
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“

„Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi.

Áskorun
Fréttamynd

Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna

Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt.

Áskorun
Fréttamynd

Eftir sumarfrí leiðinn og góð ráð

Flestir tengja veturinn við þann tíma sem dregur fólk niður andlega og jafnvel í þunglyndi. En að sumarið sé hins vegar skemmtilegi, fjörugi og bjarti tíminn okkar. Þar sem það er miklu skemmtilegra. Þótt það rigni eða blási.

Áskorun
Fréttamynd

Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju

Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan.

Áskorun
  • «
  • 1
  • 2