Innlent

"Ætlum ekki að láta það gerast að Ísland verði að einhverju mafíulandi"

Frá fundinum í dag. Haraldur Johannessen, Ögmundur Jónasson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum.
Frá fundinum í dag. Haraldur Johannessen, Ögmundur Jónasson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum. Mynd/Stefán Karlsson
„Baráttan er ekki að byrja í dag," sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á blaðamannafundi um skipulagða glæpastarfsemi og viðbögð yfirvalda á Íslandi fyrir stundu.

Hann segir að baráttan gegn því að erlendir glæpahópar nái að skjóta hér rótum hafi staðið yfir árum saman. Þá séu birtingamyndir brotastarfseminnar hér á landi ýmsar. „Við höfum rannsakað mál um eiturlyfjaframleiðslu og eiturlyfjainnflutning. Einnig tengingu þessa hópa við brotastarfsemi, svo sem innbrot á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Stefán.

Hann sagði að það sem skipti mestu máli sé samvinna við almenning. „Við munum treysta á ábendingar sem koma frá fólkinu í landinu, því þetta er samfélagslegt átak ekki einkamál lögreglunnar, eins kom skýrt fram á Alþingi í gær,“ sagði Stefán og benti á að sumt fólk búi yfir upplýsingum sem koma lögreglunni að góðu.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, tók undir með Stefáni og sagði að mikilvægt væri að almenningur stæði með lögreglu- og tollyfirvöldum. „Við ætlum ekki að líða það að glæpahópar nái tökum á okkar þjóðfélagi,“ sagði Ögmundur. „Við ætlum ekki að láta það gerast að Ísland verði að einhverju mafíulandi sem stjórnað er af glæpahópum,“ sagði hann ennfremur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×