"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“ Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“
Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33