"Atvinnuhommahatari“ á kristilegri hátíð í Laugardalshöll Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. ágúst 2013 16:27 "Fyrir mér er þetta hátíð vonbrigða,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir um komu Franklin Graham á Hátíð vonar. mynd/365 „Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það eru mér mikil vonbrigði að „hátíð vonar“ skuli eiga að flytja inn atvinnuhommahatara og mér finnst það ömurleg skilaboð að gefa inn í íslenskt samfélag einmitt þegar Hinsegin dagar og sú mannréttindahátíð sem þeir eru standa yfir,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakanna 78. Á þriðjudaginn birti Þjóðkirkjan á heimasíðu sinni frétt þess efnis að Hátíð vonar yrði haldin hér á landi í lok september. Hátíðin er samstarfsverkefni kristinna samtaka, safnaða, sókna og kirkna, sjálfboðaliða og kristniboðssamtaka Billy Graham. Í tilkynningu Þjóðkirkjunnar kemur jafnframt fram að Franklin Graham, sonur Billy Graham, muni flytja boðaskap vonar á báðum samkomunum, en Graham er þekktur fyrir umdeildar yfirlýsingar sínar um samkynhneigð. „Það er stefna stjórnvalda og allur almenningur á Íslandi er sammála um það að það eigi að vernda réttindi hinsegin fólk. Þó að við séum langt komin á Íslandi má minna á að víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum sumstaðar og í Rússlandi þá eru hlutir á borð við þá sem að þessi maður, Franklin Graham, hefur látið hafa eftir sér að verða til þess að hinsegin fólk er jaðarsett og sætir aðkasti og í ömurlegustu tilfellum er beitt ofbeldi. Sumt fólk velur jafnvel að taka eigið líf, það er bara þannig,“ segir Anna Pála. „Það að þjóðkirkjan ætli að tromma þannig mann upp eru ekkert annað en sárustu vonbrigði, þannig að fyrir mér verður þetta hátíð vonbrigða. Og ég sem skattgreiðandi er persónulega móðguð yfir því að það eigi að flytja inn þennan mann sem beinlínis talar um hjónabönd samkynhneigðra og tilvist hinsegin fólks sem mikla ógnun við samfélagið.“Samkynhneigð skaðleg samfélaginu Á heimasíðu föður síns, segir Franklin Graham að Bandaríkin standi frammi fyrir mörgum verkefnum og undanfarið hafi fjölmiðlar beint sjónum sínum að fjárhagslegum erfiðleikum. Þessi vandamál séu hinsvegar ekkert „miðað við þann trúarlega og siðferðislega vanda sem steðjar að þjóðinni og eru mun skaðlegri en fjárhagserfiðleikar nokkurn tímann. Frá síðustu kosningum höfum við þurft að horfa upp á samkynja pör mæta í hrönnum við dómshúsin til þess að fá útgefin hjúskaparvottorð. Hundruð manna sem safnast á almenningsstöðum og kveikja í maríjuana sígarettum í þeim ríkjum þar sem slíkt hefur verið gert löglegt,“ skrifar Franklin Graham á heimasíðu sinni.„Toppurinn á ísjakanum er sú siðferðislega hnignum sem við sjáum í sjónvarpi þar sem að blygðunarlaust siðleysi, ofbeldi og sjónvarpsvæn samkynhneigð hegðun er sýnd, en það speglar þá siðferðislega spillingu sem hefur smitast út í samfélagið.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira