Bændaforustan og samninganefndin Ingimundur Bergmann skrifar 9. desember 2010 03:00 Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Áhugasamt fólk um málefni landbúnaðarins hefur að undanförnu getað fylgst með undarlegri deilu sem komin er upp milli Bændasamtaka Íslands (BÍ), annars vegar og Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins hins vegar. Upphaf málsins má rekja til þess að Fréttablaðið átti á dögunum viðtal við formann samninganefndar þeirrar sem skipuð var til að koma fram fyrir hönd íslenska ríkisins gagnvart Evrópusambandinu í samningaferlinu sem hafið er vegna umsóknar Íslands. Í viðtalinu kom fram að ekki þykir gott að BÍ skuli kjósa að standa utan við ferlið og kjósi að senda ekki fulltrúa sína til starfa við svokallaða rýnivinnu sem fram fer við að bera saman stöðu mála á Íslandi annars vegar og ESB hins vegar. Bændasamtökin hafa, sem kunnugt er, tekið þá afstöðu að þau séu á móti inngöngu Íslands í ESB og af þeirri ástæðu sé réttast að koma hvergi nærri samningaferlinu, væntanlega með það í huga að ,,enginn sé þar kenndur þar sem hann komi ekki". Deila má um hversu málefnaleg þessi afstaða er og eins hvort hún þjóni hagsmunum bænda. Hafa verður í huga að svo gæti farið að Ísland gangi til liðs við ESB hvort sem bændum líkar það vel eða illa. Má því eins líta svo á, að betra sé að taka þátt í að gera þá samninga sem unnið er að og reyna með því hafa áhrif á þá til hins betra fyrir bændur - byggja þannig undir greinina til framtíðar - því ef svo fer að ekkert verður af inngöngu Íslands, hefur þó ekki gerst annað en það að BÍ hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hag stéttarinnar. Vegna þessa er kominn upp fyrrnefndur krytur milli ráðuneytisins og bændasamtakanna og deilan snýst um það hvorir séu með ólund, bændaforingjarnir eða ráðuneytismenn. Í viðtali blaðsins við Harald Benediktsson heldur Haraldur því fram að ,,allt sé þetta Jóni að kenna" (þ.e. Jóni Bjarnasyni). Jón lætur svo upplýsingafulltrúa sinn (Bjarna Harðarson) svara fyrir sig í sama blaði nokkru seinna og sá er hreint ekki á því að rétt sé með farið, því að ráðuneytið sé einmitt á kafi í hinni títtnefndu rýnivinnu. Þar hafa menn það: Hvorugur vill kannast við að vera með ólund, sem vonlegt er. Hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin geta nefnilega leyft sér slíka framkomu; ekki á opinberum vettvangi og ekki heldur að tjaldabaki. Þeim ber báðum skylda til að vinna að málinu af heilindum, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Ráðuneytinu vegna þess að um umsókn Íslands að Evrópusambandinu var samið við stjórnarmyndunina og hún síðan samþykkt af Alþingi, en Bændasamtökunum vegna þess að þau eiga að gæta hagsmuna bænda, sem a.m.k. sumir hverjir, eru ekki alveg sannfærðir um að þau séu að gera nægjanlega vel. Í Bændablaðinu er greint frá svokölluðum ,,bændafundum" sem haldnir hafa verið víðs vegar um landið að undanförnu og í frásögnum af fundunum kemur fram að ekki eru allir bændur jafn vissir um að afstaða samtakanna sé rétt, (að taka ekki þátt í samningaferlinu). Vitanlega er fullkomlega eðlilegt að bændur hafi af því nokkrar áhyggjur. Sjálfsagt hlýtur að vera að Bændasamtökin gæti hagsmuna bænda, í þessu efni sem öðru er að stéttinni snýr, en feli það hlutverk ekki einhverju fólki út í bæ, sem hugsanlega hefur ekki eins mikla þekkingu á málefnum stéttarinnar og gera má ráð fyrir að samtökin hafi. Ekki hefur alltaf gefist vel að BÍ sofni á verðinum þegar málefni bændastéttarinnar eru annars vegar og í því sambandi má minna á hvernig komið er fyrir því sem áður hét Lánasjóður landbúnaðarins, sjóður sem að hluta var rekinn á félagslegum grundvelli, en er nú gufaður upp í því dæmalausa frjálshyggjubrölti sem stundað var. Það er ljót saga sem bændur og ríkissjóður Íslands súpa nú seyðið af. Gera verður þá kröfu til Bændasamtaka Íslands, að þau skipti þegar í stað um afstöðu til samninganefndarinnar, taki þátt í því starfi sem þar fer fram og leggi sitt af mörkum til að samningarnir sem unnið er að, verði sem bestir fyrir land og þjóð, bændur jafnt sem aðra þegna þessa lands.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun