„Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir fordæmalausri hörku“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. júlí 2013 19:01 "Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. MYND/AP Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“ Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira