"Borgin ákveður og okkur ber að hlýða" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2012 20:16 Laugavegur mynd/HAG Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum. Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að fjarlæga rangstæð auglýsingaskilti í miðborginni á morgun. Kaupmaður á Laugavegi segir borgaryfirvöld ófær um að ræða málin. Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar tilkynnti í dag að skiltin yrðu fjarlægð. Fjöldi tilkynninga um skiltin hafa borist borginni. Ákveðið var að mæta þessum ábendingum og tryggja greiðar gönguleiðir. Á meðal þeirra sem sem vakið hafa athygli á málinu er Blindrafélagið. Frank Michelsen, úrsmiður og kaupmaður á Laugavegi, segir málið allt hið undarlegasta. „Þetta kemur okkur mjög á óvart. Við virðum óskir Blindrafélagsins, samt sem áður hefðum við viljað fá meiri fyrirvara. Tilkynningin er borin út í dag og þar birtist hótunin: skiltin verða fjarlægð á morgun." Fjarlægi verslunareigendur ekki skilti sín af gangstéttum verða þau flutt á næstu hverfastöð. Í tilkynningunni kemur fram að kaupmenn geti vitjað þeirra næstu 30 daga, ella verður þeim fargað. Frank segir þetta útspil lýsandi fyrir starfshætti borgaryfirvalda. „Sérstaklega í ljósi samskipta okkar við borgina síðustu daga og vikur - bæði varðandi hækkun stöðugjalda sem og lokun Laugavegar í sumar." „Við höfum margoft farið fram á samráð um þessi mál," segir Frank. „Þetta er í stíl við margt annað sem kemur frá borginni. Þar er eitthvað ákveðið, okkur er tilkynnt og okkur ber að hlýða."Björn Jón BragasonBjörn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda við Laugaveg, tekur í saman streng. Hann bendir á að þetta mál hafi komið upp fyrir nokkrum árum. Þá setti Þróunarfélag Reykjavíkur saman reglugerð um auglýsingaskilti í samráði við kaupmenn. Samkvæmt þessum reglum máttu skiltin vera í meters fjarlægð frá verslunum. „Nú er þetta samkomulag brotið með grófri aðgerð," segir Björn. „Þetta er tilkynnt með dags fyrirvara." Þá veltir Björn því fyrir sér hvort að Reykjavíkurborg hafi brotið stjórnsýslulög með aðgerðinni. Nauðsynlegt sé að gæta andmælaréttar sem og að virða meðalhófsreglu. Björn og kaupmenn í miðborginni hafa óskað eftir því að funda með byggingarfulltrúa Reykjavíkur. „Við viljum ræða málin og leita sátta," segir Björn að lokum.
Tengdar fréttir Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Rangstæð skilti fjarlægð úr miðborginni Rangstæð skilti í miðborginni verða fjarlægð á morgun. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að auglýsingaskilti á gangstéttum hindri vegfarendur og hafa ábendingar þess efnis borist Reykjavíkurborg. 31. júlí 2012 17:37