„Business as usual“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. apríl 2014 20:35 „Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. Mest lesið Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Fleiri fréttir Samningar í höfn við sveitarfélagið en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Sjá meira
„Það eru vissulega vonbrigði að bandamenn til margra ára skuli bregðast við með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. Sigurður Ingi segir engan vafa leika á því að veiðarnar á langreyði séu löglegar. Sú fullyrðing Bandaríkjaforsta að Íslendingar séu að veiða dýrategund í útrýmingarhættu sé rangt. „Sannarlega er þessi stofn í útrýmingarhættu í Suður-Atlantshafi en stofninn sem er á norðursvæðum er í engri úttrýmingarhættu og er ekki á neinum slíkum lista. Þetta er einfaldlega rangt,“ segir Sigurður Ingi.Ekkert nýtt Fyrirtækið Hvalur hf. er tilgreint í minnisblaði Obama. Flutningaskipið Alma siglir nú með um 2000 tonn af hvalkjöti til Japan. Venjulega fara flutningaskip á þessari leið í gegnum Súezskurðinn en vegna farmsins þarf Alma að sigla suður fyrir Góðravonahöfða á leið sinni til Japan. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., segir ekkert nýtt í minnisblaði Obama. „Þetta er bara 'buisness as usual'. Þetta er ekkert nýtt,“ segir Kristján. „Þetta er í fimmta sinn sem við fáum svona aðvörun. Textinn í þessu er meira og minna eins.“ Kristján túlkar minnisblað Obama sem svo að sú hvalaskoðun sem Íslendingar stunda sé óábyrg. „Ef þú skoðar myndirnar hjá fyrirtækjunum sem auglýsa þessar hvalaskoðunarferðir þá fara þau miklu nær hvölunum en samkvæmt reglum sem settar eru um hvalaskoðunarferðir. Þeir eru hálfpartinn að riðlast á þeim allt sumarið,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf.
Mest lesið Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Fleiri fréttir Samningar í höfn við sveitarfélagið en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Sjá meira