Innlent

„Dálítið 2007“ að auglýsa fyrir stjórnlagaþingið

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar.
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar. Mynd/Pjetur
„Eftir því sem mér finnst ég heyra er að mönnum þykir það dálítið 2007 að auglýsa. Það á eftir að sýna sig hvaða árangur það ber að auglýsa og hvort það vinni með eða gegn frambjóðendum," segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar.

Kosið verður til stjórnlagaþingsins á laugardaginn og kemur þingið saman í febrúar á næsta ári. 523 bjóða sig fram en kostnaður hvers frambjóðanda vegna framboðsins má ekki fara yfir tvær milljónir króna. Undanfarna daga hefur birst auglýsingar frambjóðenda í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi.

Rætt var við Guðrúnu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagðist gjarnan hafa viljað sjá að frambjóðendur færu aðrar leiðir en að auglýsa í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×