"Dulbúin en þó greinileg hótun" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:37 Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við íslensk stjórnvöld að uppljóstrarinn, Edward Snowden verði umsvifalaust handtekinn og framseldur komi hann til Íslands. Bréf þess efnis liggur nú hjá utanríkisráðuneytinu. Dulbúin en þó greinileg hótun, segir þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki fengið afrit af bréfinu en hefur þó heimildir fyrir tilvist þess og að það hafi verið sent Utanríkisráðisráðherra. Ætla má að orðalagið þar sé svipað og því sem bandaríska sendiráðið í Venúsúela sendi þarlendum yfirvöldum fyrir nokkrum dögum. Þar er þess krafist að Snowden verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna um leið og hann kemur til Venúsúela. Hann hafi verið kærður fyrir að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiðla og verði hann sakfelldur eigi hann yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata."Mér finnst þetta bara vera dæmi um að bandarísk yfirvöld eru búin að missa það. Það má eiginlega segja að með þessu bréfi, þessari beiðni um að handtaka hann og framselja hann, fyrirfram. Það er alveg ljóst að það hefur haft áhrif á þá sem sátu í þingsal og neituðu okkur um það að fá að setja málið á dagskrá. Það var nú ekki eins og við værum að biðja þingmenn, með eða á móti ríkisborgararétti heldur einfaldlega að fá að taka málið fyrir í nefnd þannig að við gætum hafið vinnuna að því að rannsaka og fá gesti áður en þing kemur saman 10.september,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta segir að viðbrögð íslenskra stjórnvalda við bréfum sem þessum eigi að vera skýr. "Í fyrsta lagi þegar við fáum svona beiðnir eigum við að upplýsa um það til almennings, því þetta á erindi við almenning. Svo eigum við að hreinlega að senda þessar kröfur heim til föðurhúsanna útaf því að þetta er samkvæmt, til dæmis, Amnesty International, ekkert annað en dulbúin hótun." Birgitta telur að smáþjóð eins og Ísland geti og eigi að hafa áhrif á mál sem þessi. "Við eigum ekki að lúffa og vera einhverjar gungur. Heldur eigum eigum við að standa uppi í hárinu á stórveldum. Það er hreinlega til þess ætlast af okkur í alþjóða samfélaginu", segir Birgitta. Hvorki Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins né Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra vildu veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira