"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 11:40 „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ var það fyrsta sem lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi sagði áður en hann handtók ofurölvi konu á Laugavegi í júlí í sumar. Þetta kom fram í vitnisburði pars sem sat hjá konunni þegar lögregluna bar að. Aðalmeðferð í máli lögreglumannsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók konu í miðborg Reykjavíkur. Handtakan náðist á myndband og vakti mikla athygli þegar hún birtist. Maðurinn var leystur frá störfum á meðan rannsókn málsins stóð. Lögreglumaður sem var á vakt með þeim ákærða bar vitni fyrir dómi nú rétt fyrir hádegi. Hann lýsti því svo að 3-4 aðilar hefðu setið á götunni þegar lögregluna hafi borið að. Sá ákærði, sem stýrði aðgerðinni, hafi beðið fólkið um að færa sig í gegnum kallkerfið og allir hefðu hlýtt nema konan. Einhver af vinum hennar hafi reynt að hjálpa henni á fætur en hún hafi ekki hreyft sig. Hún hafi þó staðið upp að lokum og staðið fyrir framan lögreglubílinn en svo fært sig til hliðar. Þá hafi sá ákærði keyrt af stað en spegilinn á bílnum rekist utan í konuna. Konan hafi horft á þann ákærða og hrækt að honum. Lögreglumennirnir hafi þá farið út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem bar vitni segir að þegar hann hafi verið komin þeim megin við bílinn sem konan var hafi sá ákærði staðið yfir henni. Þeir hafi síðan hjálpast að við að koma henni inn í bílinn. Hann hafi sest hjá konunni en hún barist mikið um á leið niður á Hverfisgötu og að þeir hafi átt í erfiðleikum með að halda henni. Vitnið sagði að konan hefði verið mjög ölvuð. Saksóknari spurði hvort lögreglumönnunum hefði ekki dottið í huga að ræða við konuna. Vitnið sagðist hins vegar ekki muna það nákvæmlega. Spurður hvort sá ákærði hafi kallað konuna þroskahefta, eins og konan haldi fram, sagði vitnið: „Ég man það ekki.“ Saksóknari spurði hver hefði tekið ákvörðun um að setja hana inn í bílinn með andlitið á undan sagðist vitnið aðeins hafa haldið í hendina á konunni. Sá ákærði hafi stýrt ferðinni. Spurður hvort þetta væri eitthvað sem hannn lærði í skólanum sagði vitnið ekki svo vera. „Ég fékk ekki sérstaka kennslu í þessu en þetta hefur margoft verið gert þegar líkur eru á að viðkomandi berjist um,“ sagði vitnið. Spurður hvort sá ákærði hefði tekið hrákann persónulega sagði vitnið ekki svo vera. Sá ákærði hafi ekki verið æstur á vettvangi. Verjandi spurði þá hvort konan hefði getað hlotið áverkana sem hún hlaut við það að brjótast um í lögreglubílnum á leið niður á lögreglustöð. Vitnið taldi svo ekki vera.„Fann á mér að þetta yrði eitthvað vesen“ Par sem sat hjá konunni þegar lögregluna bar að bar einnig vitni í morgun. Parið, karl og kona, sagðist hafa sest hjá konunni þar sem augljóst hefði verið að hún var dauðadrukkinn. Þau sáu lögreglubílinn koma og það fyrsta sem hafi verið sagt í kallkerfinu hafi verið: „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Konan sem bar vitni sagði að eðlilegra hefði verið að athuga hvort allt væri í lagi með þau í stað þess að hóta strax handtöku. Lögreglan hefði ekki sýnt neina þolinmæði. Bæði hún og unnusti hennar hafi ekki verið sérlega drukkin. Þau hefðu bæði staðið upp og farið. „Ég fann strax á mér að þetta yrði vesen, það var eitthvað í loftinu,“ sagði konan í vitnaleiðslunni. Maðurinn sagði að mikil læti hafi brotist út eftir að þau hafi farið og fólk í kring hefði verið mjög skelkað.Ofurölvi eftir útskrift og brúðkaup Þegar konan kom fyrir dóm í morgun lýsti hún því hvernig hún hefði verið á heimleið og gengið upp Laugaveginn en gatan hefði verið lokuð fyrir bílaumferð á þessum tíma. Hún hafi sest á götuna ásamt fleira fólki og þá hafi lögreglubíllinn komið að. Lögreglumaður hefði beðið þau um að færa sig í gegnum kallkerfi á bílnum. Konan segist hafa verið sein til svara og ekki staðið strax upp. Konan lýsti því yfir að hún hefði verið mjög ölvuð þetta kvöld og að það hefði tekið sinn tíma að standa upp. Lögreglubíllinn hafi keyrt framhjá henni og spegillinn lent á henni. Orðaskipti hafi átt sér stað og hún hafi endað á því að hrækja á manninn. Konan sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins ölvuð og þetta kvöld. Hún hefði bæði farið í brúðkaup og útskrift og verið komin heim fyrir miðnætti. Meðleigjandi hennar hefði beðið hana að kíkja með sér út. Hún muni ekki mikið frá því sem gerðist eftir það. Konan sagði enga hugsun að baki því að hrækja á lögreglumanninn. Hún segist enn þjást af afleiðingum handtökunnar en hún fékk 30 daga skilorðsbundið fangelsisdóm fyrir að hrækja á lögreglumanninn. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ var það fyrsta sem lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi sagði áður en hann handtók ofurölvi konu á Laugavegi í júlí í sumar. Þetta kom fram í vitnisburði pars sem sat hjá konunni þegar lögregluna bar að. Aðalmeðferð í máli lögreglumannsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók konu í miðborg Reykjavíkur. Handtakan náðist á myndband og vakti mikla athygli þegar hún birtist. Maðurinn var leystur frá störfum á meðan rannsókn málsins stóð. Lögreglumaður sem var á vakt með þeim ákærða bar vitni fyrir dómi nú rétt fyrir hádegi. Hann lýsti því svo að 3-4 aðilar hefðu setið á götunni þegar lögregluna hafi borið að. Sá ákærði, sem stýrði aðgerðinni, hafi beðið fólkið um að færa sig í gegnum kallkerfið og allir hefðu hlýtt nema konan. Einhver af vinum hennar hafi reynt að hjálpa henni á fætur en hún hafi ekki hreyft sig. Hún hafi þó staðið upp að lokum og staðið fyrir framan lögreglubílinn en svo fært sig til hliðar. Þá hafi sá ákærði keyrt af stað en spegilinn á bílnum rekist utan í konuna. Konan hafi horft á þann ákærða og hrækt að honum. Lögreglumennirnir hafi þá farið út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem bar vitni segir að þegar hann hafi verið komin þeim megin við bílinn sem konan var hafi sá ákærði staðið yfir henni. Þeir hafi síðan hjálpast að við að koma henni inn í bílinn. Hann hafi sest hjá konunni en hún barist mikið um á leið niður á Hverfisgötu og að þeir hafi átt í erfiðleikum með að halda henni. Vitnið sagði að konan hefði verið mjög ölvuð. Saksóknari spurði hvort lögreglumönnunum hefði ekki dottið í huga að ræða við konuna. Vitnið sagðist hins vegar ekki muna það nákvæmlega. Spurður hvort sá ákærði hafi kallað konuna þroskahefta, eins og konan haldi fram, sagði vitnið: „Ég man það ekki.“ Saksóknari spurði hver hefði tekið ákvörðun um að setja hana inn í bílinn með andlitið á undan sagðist vitnið aðeins hafa haldið í hendina á konunni. Sá ákærði hafi stýrt ferðinni. Spurður hvort þetta væri eitthvað sem hannn lærði í skólanum sagði vitnið ekki svo vera. „Ég fékk ekki sérstaka kennslu í þessu en þetta hefur margoft verið gert þegar líkur eru á að viðkomandi berjist um,“ sagði vitnið. Spurður hvort sá ákærði hefði tekið hrákann persónulega sagði vitnið ekki svo vera. Sá ákærði hafi ekki verið æstur á vettvangi. Verjandi spurði þá hvort konan hefði getað hlotið áverkana sem hún hlaut við það að brjótast um í lögreglubílnum á leið niður á lögreglustöð. Vitnið taldi svo ekki vera.„Fann á mér að þetta yrði eitthvað vesen“ Par sem sat hjá konunni þegar lögregluna bar að bar einnig vitni í morgun. Parið, karl og kona, sagðist hafa sest hjá konunni þar sem augljóst hefði verið að hún var dauðadrukkinn. Þau sáu lögreglubílinn koma og það fyrsta sem hafi verið sagt í kallkerfinu hafi verið: „Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Konan sem bar vitni sagði að eðlilegra hefði verið að athuga hvort allt væri í lagi með þau í stað þess að hóta strax handtöku. Lögreglan hefði ekki sýnt neina þolinmæði. Bæði hún og unnusti hennar hafi ekki verið sérlega drukkin. Þau hefðu bæði staðið upp og farið. „Ég fann strax á mér að þetta yrði vesen, það var eitthvað í loftinu,“ sagði konan í vitnaleiðslunni. Maðurinn sagði að mikil læti hafi brotist út eftir að þau hafi farið og fólk í kring hefði verið mjög skelkað.Ofurölvi eftir útskrift og brúðkaup Þegar konan kom fyrir dóm í morgun lýsti hún því hvernig hún hefði verið á heimleið og gengið upp Laugaveginn en gatan hefði verið lokuð fyrir bílaumferð á þessum tíma. Hún hafi sest á götuna ásamt fleira fólki og þá hafi lögreglubíllinn komið að. Lögreglumaður hefði beðið þau um að færa sig í gegnum kallkerfi á bílnum. Konan segist hafa verið sein til svara og ekki staðið strax upp. Konan lýsti því yfir að hún hefði verið mjög ölvuð þetta kvöld og að það hefði tekið sinn tíma að standa upp. Lögreglubíllinn hafi keyrt framhjá henni og spegillinn lent á henni. Orðaskipti hafi átt sér stað og hún hafi endað á því að hrækja á manninn. Konan sagðist aldrei á ævinni hafa orðið eins ölvuð og þetta kvöld. Hún hefði bæði farið í brúðkaup og útskrift og verið komin heim fyrir miðnætti. Meðleigjandi hennar hefði beðið hana að kíkja með sér út. Hún muni ekki mikið frá því sem gerðist eftir það. Konan sagði enga hugsun að baki því að hrækja á lögreglumanninn. Hún segist enn þjást af afleiðingum handtökunnar en hún fékk 30 daga skilorðsbundið fangelsisdóm fyrir að hrækja á lögreglumanninn.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent