Innlent

„Ég fagna þessari niðurstöðu“

„Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Þar var tilkynnt að það sé ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þá verður eign einkaaðila að orkugeiranum takmörkuð með lagafrumvarpi.

Jóhanna mun skipa sérstaka nefnd til að rannsaka einkavæðingaferli Hitaveitu Suðurnesja og munu skoða lögmæti kaupa MME í HS Orku. Niðurstöður úr þeirri nefnd munu liggja fyrir um miðjan ágúst.

Magma Energy verður látin vita af þessari úttekt og að lagaumhverfið sé að breytast. Það verður skoðað sérstaklega af þessari nefnd hvort þessi kaup séu lögmæt og einkavæðingaferli HS Orku skoðað.

„Þungamiðjan er að treysta á forræði opinberra aðila í orkugeiranum," sagði Jóhanna. Steingrímur segir að stjórnarsamstarfið hafi sýnt mikinn styrk í því að fá niðurstöðu í málið hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum. Hann segir að horfið verið með öllu frá þeirri einkavæðingastefnu sem var áður hér.




Tengdar fréttir

Lausn komin á Magma-málið

Ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu í Magma málinu og verður hún kynnt í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið á fundum í allan dag vegna málsins, en eins og kunnugt er lýstu þrír þingmenn Vinstri grænna því yfir um helgina að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku ekki ógiltur.

Munu ekki staðfesta samningana

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkisstjórnin ákveðið að greina forsvarsmönnum Magma Energy á Íslandi frá því að áhöld séu um lögmæti samninganna um kaupin á HS orku og því sé ekki hægt að staðfesta þá af opinberri hálfu núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×