Innlent

„Ég kenni bara í brjósti um hana“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður.
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður. Vísir/GVA
NöttZ, notendanafn á Bland.is sem Hildur Lilliendahl hefur gengist við að eiga, sagðist vilja drepa hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson með hamri á samskiptamiðlinum bland.is árið 2010.

Hún skrifar færslu þann 23. september það ár við umræðu um Svein Andra Sveinsson. Þar skrifar NöttZ:

„Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með hamri að það er vandræðalegt.“

Áfram heldur umræðan um og spyr notandinn Grjona hvernig hamar eigi að nota?

NöttZ svarar að bragði:

„Ég hafði hamarinn hans Atla Helgasonar í huga. Aðallega af því að hann hefur þegar sannað sig.“

Sveinn Andri segir í samtali við Vísi ekki hafa heyrt af þessum ummælum um sig fyrr en hann kíkti á internetið í morgun.

„Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Sveinn Andri.

„Ég væri frekar til í að koma út úr skápnum en að lesa Bland.is. Maður hefur ekki geð í sér til að lesa vefi þar sem sjúkt fólk er að tjá sig,“ segir Sveinn Andri.

Skjáskot af vef Bland.is.
Hann hefur engar áhyggjur af eigin persónugeði vegna ummælanna.

„Ég hef aðallega áhyggjur af því að hún myndi ruglast á mér og utanríkisráðherra,“ segir Sveinn Andri. Vísar Sveinn Andri í frétt Vísis í vikunni þar sem fjallað var um hve líkir Sveinn Andri og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra væru.

Sveinn Andri ætlar ekkert að aðhafast vegna ummælanna.

„Þetta er eitthvað sem maður verður að lifa með. Vonandi hefur hún leitað sér hjálpar síðan árið 2010.“

Hæstaréttarlögmaðurinn hefur þó sínar samsæriskenningar um hvers vegna þessar fréttir af Hildi séu að koma upp á þessum tímapunkti.

„Ríkisstjórnin hefur laumað þessari frétt í fjölmiðla til að dreifa athyglinni frá Alþingi,“ segir Sveinn Andri léttur.






Tengdar fréttir

„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“

"Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld.

Femínismi er meira en Hildur Lilliendahl

„Þetta sýnir það einmitt að það sem þú setur á internetið það er á internetinu og það fer ekkert. Það er eins gott að passa sig“, segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×