Innlent

"Ég mæli með því að fólk fái næringarráðgjöf hjá foreldrum sínum"

Fjöldi fólks hefur keypt sér sérstakt tilboð í blóðskoðun hjá fyrirtæki sem segist skoða blóð undir öflugri smásjá sem tengd er við tölvu.
Fjöldi fólks hefur keypt sér sérstakt tilboð í blóðskoðun hjá fyrirtæki sem segist skoða blóð undir öflugri smásjá sem tengd er við tölvu.
Fjöldi fólks hefur keypt sér sérstakt tilboð í blóðskoðun hjá fyrirtæki sem segist skoða blóð undir öflugri smásjá sem tengd er við tölvu. Sérfræðingur í blóðmeinafræði segir að ekki þurfi mikla skynsemi til þess að sjá að það sem þarna sé á ferð standist enga skoðun.

„Viltu vita hvert raunverulegt ástand líkama þíns er?"

Svona hljómar fyrsta línan í tilboði dagsins á hópkaup.is þar sem fjöldi fólks sparaði sér fúlgu fjár með því að skella sér á 50% afslátt hjá fyrirtækinu PH-gildi heilsa og jafnvægi.

Um er að ræða svokallaða blóðskoðun, viðtal og ráðgjöf á 7.500 krónur.

Nokkrir blóðdropar eru teknir og settir undir öfluga smásjá sem tengd er í tölvuskjá. Síðan eru blóðkornin, sýrustig og kólesteról meðal annars skoðuð.

„Það sem talað er um í þessu tilboði stenst engan veginn raunveruleikann. Það er verið að mæla ýmsa hluti með því að skoða blóðið - við getum mælt ýmsa hluti með því að mæla blóðið, ekki með því að skoða blóðið," sagði Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í blóðmeinafræði.

Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í blóðmeinafræði.
„Það þarf í raun ekki mikla skynsemi til að sjá að það sem þarna er lofað stenst engan veginn raunveruleikann," sagði Magnús.

Sem dæmi segir hann auðvelt að mæla sýrustig en það sé ekki gert með því að horfa á blóðið. og hann veltir fyrir sér tilganginum.

„Raunveruleikinn er sá að sýrustig í blóði sveiflast ekki til. Við höfum mjög fullkomna leið til að halda sýrustiginu jöfnu," sagði Magnús.

Forsprakki fyrirtækisins vildi ekkert láta hafa eftir sér vegna málsins, en sagðist ekki vita til þess að það hefði skaðað fólk að borða hollan og góðan mat.

Samkvæmt Landlæknisembættinu er viðkomandi ekki heilbrigðisstarfsmaður og heyrir því ekki undir eftirlit embættisins.

Það eina sem embættið geti gert sé að vekja athygli fólks á því að skoða öll slík tilboð með gagnrýnu hugarfari. Og blóðmeinasérfræðingurinn er á sama máli.

„Það getur vel verið að ýmis aðilar geti gefið góðar ráðleggingar. Það er líklega besta að ræða við foreldra sína og fá næringarráðgjöf þar í stað þess að um að borða hollan og góðan mat íð stað þess að borga það dýrum dómi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×