„Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. nóvember 2014 12:20 Hér má sjá Michael Jón Clarke í bolnum. „Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir,“ segir Michael Jón Clarke, tónlistarkennari. Hann hefur látið búa til bol með mynd af fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni og utanríkisráðherranum Gunnari Braga Sveinssyni. Þar er einnig mynd af lúxusjeppa og er eftirfarandi texti á bolnum „Ráku ræstingakonur en keyptu sér lúxusbíla. Djöfulsins snillingar!“ „Já, mér finnst að maður verði að finna vettvang til sýna skoðanir sínar. Og finnst að þær eigi að liggja fyrir; vera augljósar,“ segir Michael sem er búsettur á Akureyri. Hann lét gera bolinn hjá fyrirtæki í bænum. „Já, ég keypti mér bol í Hagkaup, fann þessar myndir á netinu og lét prenta. Þetta kom rosalega vel út. En ég er ekki viss um að allir séu jafn ánægðir með þetta,“ bætir hann við.“ Michael stendur nú í kjarabaráttu eins og aðrir tónlistakennarar. „Ég er í öðru starfsmannafélagi en flestir aðrir kennarar og við erum ekki í verkfalli. Við erum fimm tónlistakennarar sem erum ekki í verkfalli, sem sitjum hér eftir. Okkur finnst okkar staða ofboðslega erfið.“ Michael segir að kröfur tónlistakennara séu afar sanngjarnar. „Við erum ekki að fara fram á einhver lúxuslaun. Bara að við verðum með sambærileg laun og grunnskólakennarar. Við erum til dæmis ekki að fram á að fá sömu laun og háskólakennarar, sem eru samt sjálfir að fara í verkfall. En ef maður skoðar menntun margra tónlistakenna, þá eru þeir yfirleitt með mjög sambærilega menntun og háskólakennarar. Við erum bara að fara fram á eðlileg laun.“ Hann segir bolinn samt vera víðtækari ádeilu en bara að einblína á kjarabaráttu tónlistakennara. „Þetta á bara við um allt ástandið hér á landi, sem er alls ekki nógu gott.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Ég mæti til vinnu í bolnum á eftir,“ segir Michael Jón Clarke, tónlistarkennari. Hann hefur látið búa til bol með mynd af fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni og utanríkisráðherranum Gunnari Braga Sveinssyni. Þar er einnig mynd af lúxusjeppa og er eftirfarandi texti á bolnum „Ráku ræstingakonur en keyptu sér lúxusbíla. Djöfulsins snillingar!“ „Já, mér finnst að maður verði að finna vettvang til sýna skoðanir sínar. Og finnst að þær eigi að liggja fyrir; vera augljósar,“ segir Michael sem er búsettur á Akureyri. Hann lét gera bolinn hjá fyrirtæki í bænum. „Já, ég keypti mér bol í Hagkaup, fann þessar myndir á netinu og lét prenta. Þetta kom rosalega vel út. En ég er ekki viss um að allir séu jafn ánægðir með þetta,“ bætir hann við.“ Michael stendur nú í kjarabaráttu eins og aðrir tónlistakennarar. „Ég er í öðru starfsmannafélagi en flestir aðrir kennarar og við erum ekki í verkfalli. Við erum fimm tónlistakennarar sem erum ekki í verkfalli, sem sitjum hér eftir. Okkur finnst okkar staða ofboðslega erfið.“ Michael segir að kröfur tónlistakennara séu afar sanngjarnar. „Við erum ekki að fara fram á einhver lúxuslaun. Bara að við verðum með sambærileg laun og grunnskólakennarar. Við erum til dæmis ekki að fram á að fá sömu laun og háskólakennarar, sem eru samt sjálfir að fara í verkfall. En ef maður skoðar menntun margra tónlistakenna, þá eru þeir yfirleitt með mjög sambærilega menntun og háskólakennarar. Við erum bara að fara fram á eðlileg laun.“ Hann segir bolinn samt vera víðtækari ádeilu en bara að einblína á kjarabaráttu tónlistakennara. „Þetta á bara við um allt ástandið hér á landi, sem er alls ekki nógu gott.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira