"Eigandi deildu.net hefur milljón á mánuði í tekjur af síðunni" 9. ágúst 2013 19:16 SMÁÍS, Samtök myndréttahafa á Íslandi lögðu fram kæru í febrúar í fyrra vegna meints lögbrots sem fram færi skráarskiptasíðunni deildu.net. Það dró þó ekki úr þeirri starfsemi sem fram fer á síðunni en þar getur hver sem er nálgast og deilt myndefni án þess að rétthafar fái greitt fyrir. "Það er í sjálfsögðu mjög jákvætt að lesa fréttirnar í morgun að það eigi að setja aukinn kraft í þetta því að okkar mati ætti þetta að vera auðleysanlegt mál fyrir lögregluna", segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Það er ekki flókið fyrir netverja að sækja myndefni á deildu.net. Á forsíðunni eru fimmtíu vinsælustu myndbrotin og skipa íslenskar myndir og þættir þar efstu sætin. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi eru sekt og fangelsi í allt að tvö ár. Vefsíðan er vistuð í Rússlandi og ekki fást upplýsingar um eignarhald á síðunni sjálfri. "Það breytir engu. Eignarhaldið er hér á Íslandi, þetta er Íslendingur sem á þessa síðu, alveg sama hvað hann kallar sig á síðunni og brotin eru framin hér á landi, þannig að lögsagan er hér. Auðvitað er það aðeins snúnara að síðan er vistuð í öðru landi en breytir því ekki að þetta á samt ekki að vera mikið mál." Snæbjörn segir eiganda síðunnar græða vel á því að halda henni úti. "Við höfum heimildir fyrir því að strákurinn sem á síðuna, hann er náttúrulega ekki strákur heldur ungur maður, sé með á bilinu 800 þúsund til milljón í tekjur á mánuði. Þannig að þeir sem eru að greiða inn á þessa síðu eru í raun að styrkja glæpastarfsemi." Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
SMÁÍS, Samtök myndréttahafa á Íslandi lögðu fram kæru í febrúar í fyrra vegna meints lögbrots sem fram færi skráarskiptasíðunni deildu.net. Það dró þó ekki úr þeirri starfsemi sem fram fer á síðunni en þar getur hver sem er nálgast og deilt myndefni án þess að rétthafar fái greitt fyrir. "Það er í sjálfsögðu mjög jákvætt að lesa fréttirnar í morgun að það eigi að setja aukinn kraft í þetta því að okkar mati ætti þetta að vera auðleysanlegt mál fyrir lögregluna", segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS. Það er ekki flókið fyrir netverja að sækja myndefni á deildu.net. Á forsíðunni eru fimmtíu vinsælustu myndbrotin og skipa íslenskar myndir og þættir þar efstu sætin. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi eru sekt og fangelsi í allt að tvö ár. Vefsíðan er vistuð í Rússlandi og ekki fást upplýsingar um eignarhald á síðunni sjálfri. "Það breytir engu. Eignarhaldið er hér á Íslandi, þetta er Íslendingur sem á þessa síðu, alveg sama hvað hann kallar sig á síðunni og brotin eru framin hér á landi, þannig að lögsagan er hér. Auðvitað er það aðeins snúnara að síðan er vistuð í öðru landi en breytir því ekki að þetta á samt ekki að vera mikið mál." Snæbjörn segir eiganda síðunnar græða vel á því að halda henni úti. "Við höfum heimildir fyrir því að strákurinn sem á síðuna, hann er náttúrulega ekki strákur heldur ungur maður, sé með á bilinu 800 þúsund til milljón í tekjur á mánuði. Þannig að þeir sem eru að greiða inn á þessa síðu eru í raun að styrkja glæpastarfsemi."
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira