Innlent

„Erfitt að kjósa um sameiningu þegar upplýsingarnar eru hlutdrægar

Um helgina verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness.
Um helgina verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. MYND/OKKARVAL.IS
Um helgina verður kosið um sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Ólafur Örn Nielsen, Garðbæingur, hefur nú kvartað undan einhliða áróðri bæjarfélaganna í aðdraganda kosninganna.

Ólafur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um það kynningarefni sem sent hefur verið öll heimili í bæjarfélögunum.

„Eins og svo margir Garðbæingar hef ég lesið um þessar kosningar og kynnt mér það efni sem komið hefur inn um lúguna síðustu daga," segir Ólafur. „Ég ætlaði ekki að trúa mínum augum þegar ég sá hversu einhliða þetta kynningarefni er."

Ólafur hefur nú lagt fram kvörtun vegna málsins og hafði samband við aðila í bæjarstjórn. Hann spurði þá hvort að kostir sameiningarinnar yrðu aðeins kynntir.

„Mér til mikillar furðu fékk ég þau svör að það væri sannarlega raunin," segir Ólafur. „Þá hljóta menn náttúrulega að spyrja sig hvort að það sé eðlilegt að þeir aðilar sem sjá um framkvæmd kosninganna, Garðabær og Álftanes, skuli aðeins kynna ein hlið málsins."

Hægt er að hlusta á athyglisvert viðtal við Ólaf hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×